israel ’95-’97

Ég kom við í The Manhattan Mall og hitti þar fyrir Ísraela sem var að selja Death Sea Minerals. Hann laugaði hendur mínar upp úr saltsápu. Við spjölluðum saman í dágóða stund og ég fór að rifja upp veru mína í Ísrael og hvaða áhrif landið hafði á mig. Á því tímabili sem ég var þar varð ég svo hrifinn af landi, þjóð og trúarmálum að ég varð staðráðinn í því að taka trúnna. Ég veit ekki almennilega hvers vegna, það var eitthvað sem hreif mig við þetta samfélag. Kannski var það vegna þess að þetta var svo ólíkt öllu því sem ég hafði sjálfur alist upp við. Kannski voru það jemenísku stúlkurnar uppáklæddar í herbúninga, með uzi við síðuna sem kveiktu í mér það mikinn losta að ég var tilbúinn til að búa í ultra orthodox gettói um ársbil eða svo og stúdera Tora og Talmúd.

Ísrael hefur markað allt mitt líf síðan. Ástæðan fyrir því að ég er hérna staddur í NY 8 árum síðar tengist veru minni í Ísrael beint.

Comments are closed.