Hotel Carter
Ég er nú kominn á 5ta season af Sex and the City. Þar sem ég er búinn að lifa og hrærast í þessum þáttum undanfarna daga hefur vaknað hjá mér löngun til að fara aftur til New York. Nú mun vera orðið ár síðan ég fór í sögulega ferð mín til Philadelphia. Ferðalag mitt endaði svo “óvænt” í New York og á ég ekki í erfiðleikum þrátt fyrir aðstæður að segja án afdráttar að ég gersamlega féll fyrir borginni. Þó verð ég að viðurkenna að fyrstu 45 mínúturnar leið mér bölvanlega og hefði vel getað hugsað mér að hoppa upp í næstu lest til Timbaktú. Hávaðinn, fólksfjöldinn, auglýsingaskiltabrjálæðið og háhýsin görguðu á mig þannig að ég varð skíthræddur. Eftir að hafa komið mér fyrir á einu því viðbjóðslegasta hóteli/hreysi sem ég hef augum litið fór ég að finna fyrir værð af einhverjum toga. Þá daga sem ég átti þarna eyddi ég í að ganga fram og aftur um Manhattan. Ég gerði eina tilraun til að fara til Brooklyn en endaði upp á Coney Island, eftir það lagði ég ekki í að yfirgefa Manhattan. Ég sat á kaffihúsum, í Central Park, veitingastöðum, bíóhúsi á 42nd street og gerðist meira að segja sponsor fyrir litla stúlku á Chile í gegnum samtök sem heita Children International ( mæli með því ). Mér er minnistætt hótelið sem ég var gestur á. Ég vill benda þeim sem ferðast á þessa staði að nýta sér netið í að velja sér gistipláss. Hefði ég skipulagt ferð mína til New York hefði ég getað gert einfalda leit af hótelum á usenet. Eins og sjá má á tenglinum hér að neðan að þá fær Hotel Carter ekki beint flottustu einkun. Ég hinsvegar verð að viðurkenna að mér fannst mjög skoplegt að gista þar og rétt rúmlega það. New York var einn af þeim atburðum síðasta árs sem stendur upp úr og trjónir að einhverju leiti á toppnum í fölnaðri minningunni.