Start spreading the neeeeewsssss!

Það er fátt eitt betra en að liggja veikur heima í hlaði þegar maður á öll season af Sex and the city.
Já, það stemmir ég er búinn að liggja yfir þessum prýðilegheitum síðan á þriðjudag. Ég hef séð megnið af þessu áður á þeim tíma þegar þetta var dagskrárliður hjá blessuðu ríkissjónvarpinu sem allt elskar og kveður með kossi.
Það kann einhverjum að þykja það einkennilegt að
fulltíða karlmenni eins og ég hafi gaman af, en mig skiptir það ekki svosem ekki miklu máli, allavega ekki í dag. Ég hef aldrei verið uppfullur af karlmennsku, né átt vinahóp sem samanstendur af karlmönnum sem eru svo sérstaklega uppteknir af því að vera karlmenn. Varðandi þessa ágætu þætti þá er ég kominn á þá skoðun að ég kann best við hana Miranda. Carrie Bradshaw hefur ætíð farið í taugarnar á mér vegna þess að hún minnir mig óþægilega á ónefnda stúlku í Brandararíkjunum sem ég átti vingott við í c.a 8 ár. Stafræn lyktarlaus samskipti til allrar guðs lukku, allavega að stórum hluta til. Allir taktar, kímnigáfa, hegðun, andstyggð ásamt vangaveltum eru svo gott sem þær sömu fyrir utan þessa endalausu tengingu við trúarbrögð og uppruna. Ég hef ekki orðið var við að Carrie sé mjög svo upptekin af trúmálum. Djöfuls máli skiptir það eiginlega hver manns uppruni er.
Miranda er mér hinsvegar að skapi. Hún er sú eina sem ég getsamhæft með. Samantha er einum of lausgirt fyrir minn smekk. Hún er mjög fyndin en ekki beint aðlaðandi. Blessunin hún Charlotte sem
mér þykir ósköp vænt um er bara alltof mikill kani/kjáni*. En
nú bíður mín fjórði þáttur úr fjórða season, ég er allur áiði af einskærum spenningi.

* Góð viðhorf.

Comments are closed.