Síðan ég byrjaði að skrifa veflóka, hef ég stundum velt því fyrir mér hvort eitthvað af því sem ég skrifa um, komi til með að hafa á einhvern hátt eyðileggjandi áhrif á líf mitt í ókominni framtíð. Ég hef svo sem ekki mikið brotið heilann um þetta, en það verður þó að viðurkennast að ég hef í nokkrum tilfellum hugsað þetta af einhverri alvöru.
Ég tel þó að ekki sé hægt að draga mig í dilka fyrir orð mín hér á þessum vef. Ég hef þó notað óviðeigandi orð eins og drullukunta, sem er fallegt og jafnframt rammíslenskt orð. Til gamans má geta að sé leitarorðinu “drullukunta” slegið inn í leitarvélina hressu og uppátækjasömu google, er síðan mín meðal fyrstu niðurstaðna. Ég get ekki sagt að ég sé mjög hróðugur yfir þessari skemmtilegu “tilviljun”. En einhverstaðar verð ég að slá í gegn.
Einnig skrifa ég veflóka nánast undir fullu nafni með myndum svo hægt sé að bera kennsl á ófögnuðinn. Á þeim tíma sem ég hugðist giftast amerískum lögfræðingi og flytjast búferlum til Brjálæðaríkjanna, hafði ég einhverjar áhyggjur af því að útlendingaeftirlitið í Brjálæðaríkjunum næði að lesa það út úr síðunni minn að ég er mjög svo andvígur stjórn landsins, og þess vegna neitað mér um landvistarleyfi. Enn og aftur um daginn fór ég hugsa eitthvað í þessa veruna. Núna er mér hinsvegar sama. Þó svo að ég noti dónaleg orð í skrifum mínum, þýðir það hvorki eitt né neitt.
“No one ever ever knows anyone.” – Rules Of Attraction
 Stundum kemur mér til hugar að ég væri hamingjusamari ef ég léti aðeins meira eftir mér en ég geri.  Ég hef þess vegna slakað aðeins á í matarstraffinu sem ég set sjálfan mig reglulega í.  Í síðustu viku sló ég til og át eina mozart kúlu.  Ég át þessa kúlu í virðingarskyni við þann sem bauð mér hana. Sá er bauð mér þessa kúlu var einn af betri borgurum þessa samfélags og þar sem ég er nokkuð vel upp alinn fyrir sunnan og norðan skítalæk þáði ég hana með þökkum.  Ég hefði betur verið ókurteis og afþakkað hana, eða þá hrækt henni út úr mér áður en mér varð það á að kyngja. Snjóboltaáhrifin margumtöluðu eiga vel við því kúlan sú atarna hefur undið all hressilega upp á sig.  Ég hef síðan þá, landað ís með dýfu, cappucino ís, kartöfluflögum með majonesi, daim karamellum, belgísku súkkulaði ásamt fleira júmmilaði sem hefur sest rakleiðis á rass mér og læri.  Þeir sem til þekkja vita það eins vel og ég að þetta endar með geðveiki og dauða.
Stundum kemur mér til hugar að ég væri hamingjusamari ef ég léti aðeins meira eftir mér en ég geri.  Ég hef þess vegna slakað aðeins á í matarstraffinu sem ég set sjálfan mig reglulega í.  Í síðustu viku sló ég til og át eina mozart kúlu.  Ég át þessa kúlu í virðingarskyni við þann sem bauð mér hana. Sá er bauð mér þessa kúlu var einn af betri borgurum þessa samfélags og þar sem ég er nokkuð vel upp alinn fyrir sunnan og norðan skítalæk þáði ég hana með þökkum.  Ég hefði betur verið ókurteis og afþakkað hana, eða þá hrækt henni út úr mér áður en mér varð það á að kyngja. Snjóboltaáhrifin margumtöluðu eiga vel við því kúlan sú atarna hefur undið all hressilega upp á sig.  Ég hef síðan þá, landað ís með dýfu, cappucino ís, kartöfluflögum með majonesi, daim karamellum, belgísku súkkulaði ásamt fleira júmmilaði sem hefur sest rakleiðis á rass mér og læri.  Þeir sem til þekkja vita það eins vel og ég að þetta endar með geðveiki og dauða.   Síðustu daga hef ég  aðeins skoðað samsæriskenningar tengdar 9/11.  Jæja, sannleikanum samkvæmt hef ég öllu heldur legið í samsæriskenningum um 9/11 eins og sardína í olíu.  Ég hef reyndar síðustu ár séð eitthvað af myndbrotum og lesið jafn mikið af röksemdafærslum, en ekki hef ég til þessa haft mikla trú á að ríkisstjórn fábjánans hans Bush, hafi haft hönd í bagga í árásunum á WTC.  Núna er ég hinsvegar sannfærður.   Í mínum huga kemur í sjálfu sér ekkert annað til greina.  Það eru of mikið um ósamræmi og uppákomum sem einfaldlega koma ekki heim og saman í atburðarás 11. september 2001.  Það eru að sama skapi of margir sem höfðu ávinning af bæði árásunum og eftirleiknum.
Síðustu daga hef ég  aðeins skoðað samsæriskenningar tengdar 9/11.  Jæja, sannleikanum samkvæmt hef ég öllu heldur legið í samsæriskenningum um 9/11 eins og sardína í olíu.  Ég hef reyndar síðustu ár séð eitthvað af myndbrotum og lesið jafn mikið af röksemdafærslum, en ekki hef ég til þessa haft mikla trú á að ríkisstjórn fábjánans hans Bush, hafi haft hönd í bagga í árásunum á WTC.  Núna er ég hinsvegar sannfærður.   Í mínum huga kemur í sjálfu sér ekkert annað til greina.  Það eru of mikið um ósamræmi og uppákomum sem einfaldlega koma ekki heim og saman í atburðarás 11. september 2001.  Það eru að sama skapi of margir sem höfðu ávinning af bæði árásunum og eftirleiknum.   Ég ætlaði leið sem liggur niður í bæ til að sýna mig og sjá aðra, þegar ég kom auga á eina þá alstærstu bólu sem ég hefur prýtt andlit mitt á þessu annars ágæta ári.  Þetta hryggir mig ótæpilega því ég var búinn að hlakka mikið til að sitja í góðum félagsskap, hlæja, gráta og upplifa hvað það er að vera hluti af. En svona er lífið.  Siðfræðilega er mér alveg fyrirmunað að vera áhyggjulaus umkringdur fólki sem á í erfiðleikum með að horfa framan í mig, sökum  þess hversu illa er fyrir mér komið.   Ég vildi óska þess að aðrir hugsuðu eins og ég, og héldu sig heima þegar svona er fyrir þeim statt.
Ég ætlaði leið sem liggur niður í bæ til að sýna mig og sjá aðra, þegar ég kom auga á eina þá alstærstu bólu sem ég hefur prýtt andlit mitt á þessu annars ágæta ári.  Þetta hryggir mig ótæpilega því ég var búinn að hlakka mikið til að sitja í góðum félagsskap, hlæja, gráta og upplifa hvað það er að vera hluti af. En svona er lífið.  Siðfræðilega er mér alveg fyrirmunað að vera áhyggjulaus umkringdur fólki sem á í erfiðleikum með að horfa framan í mig, sökum  þess hversu illa er fyrir mér komið.   Ég vildi óska þess að aðrir hugsuðu eins og ég, og héldu sig heima þegar svona er fyrir þeim statt.  Ég hef einhvern tímann áður skrifað um störf mín í heilbrigðisgeiranum, sem ég lagði ástund á bæði hérlendis og erlendis.   Margir vilja meina að þarna sé um að ræða alveg sérstaklega gefandi og jafnframt þroskandi störf.  Ég er þó ekkert svo viss að öll sú reynsla sem er innifalin í því að starfa á öldrunardeildum og heimilum fyrir geðfatlaða sé svo eftirsóknarverð. Eitt get ég þó sagt án þess að ég finni fyrir snefil af efa, að þessi vinna breytti því hvernig ég sé lífið.
Ég hef einhvern tímann áður skrifað um störf mín í heilbrigðisgeiranum, sem ég lagði ástund á bæði hérlendis og erlendis.   Margir vilja meina að þarna sé um að ræða alveg sérstaklega gefandi og jafnframt þroskandi störf.  Ég er þó ekkert svo viss að öll sú reynsla sem er innifalin í því að starfa á öldrunardeildum og heimilum fyrir geðfatlaða sé svo eftirsóknarverð. Eitt get ég þó sagt án þess að ég finni fyrir snefil af efa, að þessi vinna breytti því hvernig ég sé lífið. Sá hefur ekki lifað né elskað, sem ekki hefur haft kynni af listamanninum Leonard Cohen.
Sá hefur ekki lifað né elskað, sem ekki hefur haft kynni af listamanninum Leonard Cohen. Þá er liðið hálft ár síðan ég kastaði sjónvarpstækinu mínu á dyr.  Í tilefni af því ætla ég að verðlauna mig og eyða öllu sparifénu mínu í 42″ plasma sjónvarp með 8 cyl turbo V vél.  Nú verður sko gaman.  Þetta gerir það sjálfkrafa að verkum að ég fer ekki út úr húsi næstu daga, jafnvel vikur.  Nei, ég kaupi ekkert sjónvarp.  Ég hvorki hef áhuga á því, né tel ég að það sé til hagsbóta fyrir heimili mitt.  Það er þó ekki svo að ég horfi ekki á einstaka ruslþátt í tölvunni minni.  Ég var tildæmis rétt í þessu að horfa á sorpþáttinn Rock Star Supernova.  Lágkúrulegt drasl.  Ég verð þó að viðurkenna þó svo ég sé endalaust að setja sjálfan mig á stall, að ég finn fyrir einhverju einkennilegu stolti sem ég kann enga skýringu, yfir velgengni hans Magna okkar.
Þá er liðið hálft ár síðan ég kastaði sjónvarpstækinu mínu á dyr.  Í tilefni af því ætla ég að verðlauna mig og eyða öllu sparifénu mínu í 42″ plasma sjónvarp með 8 cyl turbo V vél.  Nú verður sko gaman.  Þetta gerir það sjálfkrafa að verkum að ég fer ekki út úr húsi næstu daga, jafnvel vikur.  Nei, ég kaupi ekkert sjónvarp.  Ég hvorki hef áhuga á því, né tel ég að það sé til hagsbóta fyrir heimili mitt.  Það er þó ekki svo að ég horfi ekki á einstaka ruslþátt í tölvunni minni.  Ég var tildæmis rétt í þessu að horfa á sorpþáttinn Rock Star Supernova.  Lágkúrulegt drasl.  Ég verð þó að viðurkenna þó svo ég sé endalaust að setja sjálfan mig á stall, að ég finn fyrir einhverju einkennilegu stolti sem ég kann enga skýringu, yfir velgengni hans Magna okkar.