Anna

Ég hef einhvern tímann áður skrifað um störf mín í heilbrigðisgeiranum, sem ég lagði ástund á bæði hérlendis og erlendis. Margir vilja meina að þarna sé um að ræða alveg sérstaklega gefandi og jafnframt þroskandi störf. Ég er þó ekkert svo viss að öll sú reynsla sem er innifalin í því að starfa á öldrunardeildum og heimilum fyrir geðfatlaða sé svo eftirsóknarverð. Eitt get ég þó sagt án þess að ég finni fyrir snefil af efa, að þessi vinna breytti því hvernig ég sé lífið.

Fyrr í kvöld hjólaði ég í gegnum gamla spítalalóð, þar sem ég einmitt vann. Mér varð hugsað til konu sem var í minni umsjá. Ég og þessi kona sem ég ætla að kalla Önnu í þessum pistli náðum reglulega vel saman og vorum mestu mátar. Hún gat hvorki talað né skrifað, svo mest öll okkar samskipti áttu sér stað með allskonar hljóðum og látbragði. Hún var þónokkuð vansköpuð og átti við miklar geðsveiflur að stríða.

Á þessum tíma dreymdi mig eftirfarandi draum. Ég var staddur í gleðskap með fullt af fólki sem ég kunni engin sérstök deili á. Ásýndar sá ég konu sem nálgaðist mig. Hún var rétt rúmlega fertug og leit glæsilega út. Hún var vel til höfð, í svörtu pilsi og svartri skyrtu, alveg áberandi skæs. Hún staðnæmdist beint fyrir framan mig, horfði í augu mér og kímdi, rétt eins og hún vissi eitthvað sem ég hafði ekki minnstu hugmynd um. “Kannastu ekkert við mig”, spurði konan. Hún var með útvarpsrödd, eins og þula eða pólitíkus. “Nei, ég get ekki sagt að ég muni eftir þér”, sagði ég. Ég virti hana betur fyrir mér, en var engu nær. Hún brosti. “Jú, sjáðu til. Ég er hún Anna, þ.e.a.s ef ég hefði fengið að fæðast eðlileg” sagði konan. Það kom á mig. Ég skoðaði hana betur, en gat ekki séð að hún ætti margt sameiginlegt með henni Önnu minni inn á deild, fyrir utan kannski augn og háralit. Hún brosti góðlátlega og hélt sína leið.
Draumurinn endaði, en lifir góðu lífi í minningu minni.

2 thoughts on “Anna”

  1. èg tala ekki islensku….. I want a naked man in my bed…
    just got that it was a dream and than will try to get more, was showing your blog to Roby and he was so curious about the maker and the make so here is his
    http://www.flickr.com/photos/filicudi/, and greetings from all of us ciao ciao
    sono io

Comments are closed.