SiggiSiggiBangBang

Leirmunir unnir úr dauðum mönnum

Sep
05

Alltaf er maðurinn að búa til bissness. Nú er hægt að fá leirmuni unna úr jarðneskum leifum látinna ættingja. Langflestir vilja eðlilega láta búa til úr sér styttu af Maríu mey eða Jesúm Krist. Eitthvað hátíðlegt. Það get ég skilið. Ég sjálfur vil að úr mér verði steyptur engill með hendurnar greiptar upp til himins. Ég hef líka verið svo ægilega mikill engill í lifanda lífi – því er englastytta vel við hæfi. En það er langt þangað til. Ég á eftir að vera hér miklu lengur en ég kæri mig um. Ég hef hinsvegar samið við aldraðan föður minn að fá að leira úr honum kaffikrús. Þá get ég minnst hans í hvert skipti sem ég fæ mér kaffi. Ég heyrði ekki betur en hann tæki ljómandi vel í hugmyndina.