SiggiSiggiBangBang

Mín fyrstu kynni af feminisma.

Jun
29

Hér á árum áður starfaði ég á spítala. Í einhverju rapportinu sat ég með konunum og grafalvarleg mál voru rædd sundur og saman; hafði Guðmundur gert púpú eða Sigríður pissað, ef Guðmundur gerir ekki púpú í dag þurfum við að beita þartilgerðum bellibrögðum til að lokka púpú út í dagsljósið. Ein konan sem vann á vaktinni við að færa inn mikilvæg gögn um sjúklingana var ólétt og komin langt á leið og talið barst að meðgöngunni. Hún trúði okkur fyrir því að hún væri orðin alveg ófær um að stunda kynlíf með ástmanni sínum. Yfirhjúkrunarkonan, sem var frekar feitlagin og ákaflega skoðanaföst hreytti þá út úr sér reiðilega: “HANN GETUR BARA RUNKAÐ SÉR!” Ég man ennþá hvernig hvernig undirhakan hennar dúaði upp og niður meðan hún hvæsti þessi orð. Með þessum orðum var fundinum slitið og mál til komið að ganga á herbergin og drífa fólk fram í morgunmat, hvort sem það vildi það eður ei. Eftir á að hyggja tel ég að þarna hafi ég ákveðið að gerast feministi.

Veflókar Comments Off on Mín fyrstu kynni af feminisma.