Að týna sér í verzlunarmiðstöð lífsins

Stundum er lífið bölvaður óþverri, þá er gott fyrir sálarlífið að skella sér sem leið liggur í Kringluna. Fyrripart vikunnar eyddi ég í að hugsa um nístandi tilgangsleysi lífsins og hvernig við mannfólkið leyfum því samfélagi sem við búum í að eitra sálarlíf okkar með blekkingum til þess sniðnar að halda almenningi innan girðingar. Ég var ekki búinn að hugsa þessar tímamótahugsanir til enda, þegar mig langaði til að deyja. Þá ákvað ég að best væri að hressa sig örlítið við og fara í verslunarleiðangur í Kringluna.

Ég elska að koma í Kringluna. Það er næstum sama hversu mikið svarthol ég er með í sálinni, alltaf get ég fundið eitthvað skran nógu stórt til að fylla upp í það. Ég hafði ekki verið þarna lengi, þegar ég var byrjaður að valhoppa á milli verslana blístrandi sönglög. Það er gott og blessað, ég blístra mjög oft þegar ég er hamingjusamur innan í mér. Nema í þetta skiptið stóð ég sjálfan mig að því að blístra Abba lög og það skapar umtal sem ég má ekki við. Karlmaður nær fertugu, blístrandi eins og rauðbrystingur Abba lög í Kringlunni laðar að sér óæskilega athygli barnalandskvenna og fíngerðra karlmanna. Þar fyrir utan hef ég alltaf verið mun hrifnari af Bee Gees. Það eru sko alvöru kallar með hárugar hreðjar.

10 thoughts on “Að týna sér í verzlunarmiðstöð lífsins”

 1. Það eina sem jafnast á við góða Kringluferð er enn betri ferð í Smáralindina. Fjörðurinn er hins vegar alveg hreint glataður. Þetta er ekki einu sinni alvöru verslunarmiðstöð. Svo er hann líka í Hafnafirði og maður á nú ekki oft leið í Hafnafjörðin. Ég ætla aldrei aftur í Fjörðinn. En já í grunninn er ég samt sammála þér með Kringluna.

  Kær kveðja,
  MaggaV.

 2. Þú hefðir átt að blístra sálma. Sálmablístur vekur athygli alls rétta fólksins.

 3. Lýst er eftir klarinettuleikara sem tók áskorun um að spila valin lög eftir Atla Heimi inn á síðuna sína…

 4. Ég hef það fyrir víst að allir í ABBA hafi verið kafloðnir. Það var nebblega ekki búið að finna upp að það væri í tísku að raka á sér punginn í þann tíma.

  Þannig að þú getur óhræddur tæklað alla sem vilja meina að það sé hommalegt að söngla ABBA lög; Björn og Benny voru líka með loðnar kúlur

 5. Kringlan er ágæt, en ævintýraferð í Spöngina hefur alltaf heillað mig meira. Vel heppnað nafn á verslunarklasa.

 6. Fyrir þá sem voru að koma að viðtækjunum þá er rétt að geta þess að Spöngin er svæðið á milli legganga og endaþarms.

 7. …og húsið er í laginu eins og limur og það er sáðfruma undir Vetrargarðinum. Þetta er alltsaman mjög bíólógíst.

 8. Ég hef alltof lítið æft mig á klarinettið síðan ég flutti út í litla Skerjarfjörð, líklega vegna þess að enginn heyrir í mér. Ég hafði lúmskt gaman að kvelja nágranna mína með súrsætum klarinettuleik meðan ég bjó á Óðinsgötunni. En vittu til Linda, ég efni loforð mitt um að spila eitt til tvö af lögum Atla Heimis hér á síðunni minni.

 9. Þú nýtur þess að svona skuldir eru torhandrukkaðar!

  Þú ert væntanlega farinn að stunda stífar æfingar?

Comments are closed.