Benjamin Horne

Mest sótta myndin í kvikmyndahúsum á Íslandi þessa helgina var I Now Pronounce You Chuck and Larry. Þetta gerist einmitt á þeim tíma sem ég er markvisst að reyna að láta af fordómum og mannfyrirlitningu.

Eins og oft áður, kemur mér til hugar eftirlætisatriði úr biblíunni minni Twin Peaks.

Benjamin Horne er óþokki sem stundar kaupsýslu í Twin Peaks. Röð óheppilegra atvika verða til þess að hann fær taugaáfall. Þegar hann nær heilsu, vaknar með honum sterk löngun til að verða að betri manni. Hann hættir að reykja feita kaupsýsluvindla og fer þess í stað að maula gulrætur. Hann gerist umhverfissinni og leitast við að gagnast samfélaginu. Oftar en ekki, reynir verulega á góðmennsku Ben. Prýðilegt dæmi um það, er þegar Richard Tremayne teprulegur starfsmaður úr herrafatadeild kemur að máli við Ben. Hann óskar eftir miskabótum fyrir ótrúlega hallærislegt vinnuslys, sem hann varð fyrir þegar hann starfaði fyrir herra Horne.

Atriðið telur, 58 sekúndur af lífi, þeirra sem styðja á afspilunarhnappinn. Endirinn á atriðinu, er nokkuð lýsandi fyrir undirritaðan þegar hann reynir eftir fremsta megni að elska meðbræður sína, þó svo að þeir eigi það í flestum tilfellum ekki skilið.

[MEDIA=27]

9 thoughts on “Benjamin Horne”

 1. …Af hverju get ég aldrei munað hvor er sonur gleðinnar og hvor þjáningarinnar – Benjamín og Benóný? En my urge var svo overpowering í morgun að ég varð að fara heim úr skólanum – í þágu heimsfriðarins.

  Hélt ég slyppi í gegnum daginn með því að lepja Frauen Thee í stað kaffis – en nei, ónei!
  Þér er sko alveg óhætt að fá þér gulrót upp á það! GNASK!!!

 2. Kannski sé ég Benóný á ballinu,
  hann leggur sterkan arm um mitt bak og við svífum í eilífðardans.

 3. Ég í meðalmennsku minni horfði á þessa mynd I now pronounce you chuck and larry á litla heimili mínu með litlu konunni minni …. þér kann að þykja það skjóta skökku við og vera ömurlegt en ég hafði af henni nokkuð gaman …

 4. Það er einmitt gift fólk sem hefur gaman af því að hlæja að Sandler myndum.

  Benóný – þú hefur ekki lifað fyrr en þú hefur kynnst Benóný.

 5. Já auðvitað, ég hafði ekki hugsað þetta svona djúpt. Auðvitað er ég Benóný / Benónýa fyrir suma.

Comments are closed.