Bidda systir

Í síðasta bréfi sem Þórbergur skrifar Biddu systur, gerir hann sér grein fyrir að dauðinn er skammt undan og veltir því fyrir sér hvernig eftirlífið gangi fyrir sig á Bláu eyjunni. Þeir sem lesið hafa Sálminn, vita að Bláa eyjan er staðurinn sem við förum á þegar við deyjum; Bláa eyjan eða góðu sveitirnar. Í bréfinu ímyndar hann sér, að hann sé nýkominn til Bláu eyjunnar.
Á Bláu eyjunni er haldið manntal líkt og á jörðinni, nema þar er manntalið ekki notað sem uppflettirit fyrir málaflutningsmenn, fógeta eða sýslumenn. Hann fer að spyrja þá sem halda manntalið um Biddu systur, hvort hún sé komin á Bláu eyjuna, en fær þau svör að hún sé ennþá á jörðinni alveg sprellilifandi. Hann fær líka að vita að þó svo honum finnist hann vera nýkominn til Bláu eyjunnar sé hann í raun og veru búinn að vera þarna í 16 ár. Hann er undrandi á þessu tímaleysi.
Nokkrum mánuðum eftir að hann skrifar þetta bréf, deyr Þórbergur. 16 árum síðar deyr Bidda systir úr krabbameini.

Það var regulega gaman að sjá Lillu Heggu hjá Evu Maríu. Sálmurinn um blómið, er ein snjallasta lífsspekibók sem ég lesið. Einnig var dásamlegt að sjá fáein brot úr viðtali Magnúsar Bjarnfreðssonar við kallinn, en ég hef aldrei heyrt í honum né séð af honum hreyfimynd. Hér er brotabrot, í óþökk Ríkissjónvarpssins:

[MEDIA=118]

3 thoughts on “Bidda systir”

  1. Hann var svo fallegur maður hann Þórbergur,ég tárast nú bara.

  2. eruði komin með sjónvarp á grænmetisharikrisnasambýlið?
    farin að éta pínda kjúklinga kannski líka?

  3. oh! Þvílíkur snillingur, ja – það er sko á hreinu skal ég segja þér, Sigurður.
    Að standa upp í viðtali á ráfa um …ma-ma-maður hefur bara ekki séð svona áður…

Comments are closed.