Dr. Phil er ógeðskallinn

Andskoti er ég hræddur um að Gvuð hafi tekið út á sér tittlinginn og löðrungað Dr. Phil með honum. Hvern hefði grunað að þessi geðugi maður, sem borið hefur svo mikla umhyggju fyrir drulluskítugu sálarlífi mannskepnunnar, að hann sjálfur hafi verið staðinn að því að þukla á sér ógeðið, einhvers staðar þar sem hann átti síst að vera að þukla á sér ógeðið.

Þessi fallegi innréttaði maður, sem er svo sannfærandi, að hann hefur átt nokkrar grenningarbækur á metsölulista, þrátt fyrir að vera sjálfur kjagandi til og frá út af spiki. Til þess þarf mikla snilligáfu. En þó hann pretti heimska mannskepnuna, þá blekkir hann ekki Gvuð, eða Jesúbarnið. Gvuð hefur fundist Dr. Phil ganga of langt, þegar hann reyndi að auka áhorf á þættinum sínum með að þykjast ætla að bjarga Britney minni Spears úr kúkakleprakynlífsheiminum. Þá barði Gvuð í borðið upp á himninum og sagði hingað og ekki lengra, það er orðið tímabært að skrúfa fyrir Dr. Phil, sagði Gvuð. Já, ég ýkji ekki.

Þannig gerast nú hlutirnir í heiminum hans Gvuðs. Eftir að hafa leyft öllum þjökuðu ameríkönunum að gráta á öxlinni sinni, verður auminginn hann Dr. Phil að pakka saman draslinu sínu og hypja sig þangað sem fallnar stjörnur með renniskít hypja sig.

Mikið hvað það gleður sálu mína að Dr. Phil er búinn að vera.

Ég var að hugsa um að hafa mynd af honum við þessa færslu, en eftir að hafa skoðað nokkrar myndir þessum manni varð mér illt í maganum mínum.

9 thoughts on “Dr. Phil er ógeðskallinn”

  1. Hann er nú eflaust ekkert á flæðiskeri staddur helvítis melurinn, hann fer ekkert niður á hollívúdd búllivard að selja aðgang að endaþarminum á sér fyrir salti í grautinn sem hefðu nota bene verið makleg málagjöld skv mínum bókum, einn tittlingslöðrungur hefur ekkert að segja á svona skíthæla!

  2. Þetta er nú ekki sanngjarnt.

    Hann Dr. Phil hefur átt ýmsa gullmola í gegnum tíðina þó hann sé kannski ekki mjög geðslegur. H

    ann hefur gert sitthvað fínt og eflaust haft meiri góð áhrif á feita hér í heimi hér eða kokkálaða hér í heimi hér eða aðra sem eru mislukkaðir heldur en slæm áhrif á heiminn í heild sinni (þarna má sjá mjög illa skrifaða setningu).

    Gredda er það síðasta sem menn ná tökum á. Þetta vita allir sem vita eitthvað. Þetta vissu munkar og þeir lömdu sig fyrir vikið. Þetta vissu kirkjunnar feður og gerðu konur að “óvininum” fyrir vikið.

    Nú ætla ég að hætta að rausa. Annars verð ég óþolandi. En hann Fil. Hann gaf mér eitt sem ég hef til sannsvegar fært. Og það er þetta:

    80% of all questions are actually statements.

    Fer betur í málið síðar.

    Ást, ljós, vanillulykt, faðmlög, hamingja, kakó, rjómi, kettlingar, blóm, barnakór og býfluga.

    Magga

  3. Mér segir svo hugur um að Dr.Phil eigi eftir að koma út í plús þegar hann verður búinn að kom í alla spjallþættina hjá kollegum sínum og játa á sig syndir og breiskleika holdsins fýsna.

    Því þeir sem hneigjast að áhorfi svona þátta elska jú að geta verið í þeirri aðstöðu að fyrirgefa.

    Fyrirgefum Dr.Phil! Fyrir hvaða “philiu” stendur Phil annars?

  4. Verð ég nú að segja að fólk er fljótt að gleyma hvaðan það er að koma. Sagði einhver ekki, “sá yðar er syndlau er kasti…”
    Bara svona vegna þess að það er verið að vitna í hann.
    Dr. Phil er snillingur 🙂

Comments are closed.