Ég hefi gert stórar uppgögvanir, með því einu að gúggla.

chicken_soup.jpg

Þegar gyðingar fá subbupest, hafa þeir tröllatrú á að kjúklingasúpa sé best til þess fallin að koma sjúklingi aftur til heilsu. Til þessa hef ég haldið að þetta væri nánast beint upp úr Torah og Talmúd, en svo er nú aldeilis ekki.

Oft þegar mér finnst eitthvað vera að naga annaðhvort sál mína eða líkama, þá leggst ég í þartilgert gúggl til að athuga hvort einhver kunni góð ráð við tildæmis Multiple Personality Disorder eða kvef og hitapest.

Nú vill svo óskemmtilega til að ég hef ekki getað hlaupið í tæpa viku sökum subbupestar sem hóran hún fröken Sigríður hefur sjálfsagt smitað mig af. Í örvæntingu og allnokkurri skelfingu setti ég mig í samband við internetið snemma í morgun, og gúgglaði þangað til það bogaði af mér svitinn.

Á ekki ómerkari vef en doktor.is, las ég um hin og þessi viðbrögð við veikindum af þessu tagi, þar á meðal var mælt með kjúklingasúpu sem miklu undralyfi. Ekki var vitað nákvæmlega hvað það var í súpunni sem hafði þessi tortímandi áhrifa á veiruna, en fólki bar saman um að ekki gerði súpan illt verra. Örvilnaður, hvorki heill né hálfur maður, hugsaði ég með sjálfum mér að ég þyrfti jú að borða eitthvað og að það gæti ekki sakað að prufa þessa remedíu. Það varð því úr að ég fór leið sem liggur í Hagkaup og keypti hráefni fyrir ótal þúsund kalla. Ég hugsa að ég hafi borgað 2000-2500 krónur bara fyrir efnið í súpuna. En guð sé oss næstur, hvað þessi súpa lukkaðist vel. Og hér gefur að líta á mynd af súpudisknum, rétt áður en ég hesthúsaði gúmmilaðið af dónalegri áfergju sem ég ætla ekki að útlista hér á vefsetri mínu.

Uppskriftina fær enginn. Ég ætla að liggja á henni, eins og ormur á gulli.

shalom shalom

9 thoughts on “Ég hefi gert stórar uppgögvanir, með því einu að gúggla.”

  1. konan sem ég er giftur lumar á uppskrift af súpu sem er ekkert ólíkt útlítandi og þessi en eflaust miklu betri, enda fæ ég engar pestir …. kann svosem að vera að það hafi eitthvað með það að gera að ég blanda helst ekki geði við portkonur líkt og frú Sigríði!

  2. Við viljum heldur enga uppskrift, við viljum súpuskál fulla af gómsætri kjúklingasúpu.

  3. Ha ha þú hefur bara gúglað hana á netinu.
    Svo er þetta feik kjúkklingasúpa, því það vita það allir sem eru innvinklaðir í gastrónamíu að maður fer ekki bara í Hagkaup og kaupir 4 kjúklingabringur í pakka, eina gulrót og lauk, síður þetta allt upp í stórum potti og kallar það kjúklingasúpu, til að búa til alvöru kjúkklingasúpu þarf maður fyrst að taka kjúkling matreiða hann og borða, síðan tekur maður beinin brýtur þau upp og setur í pott, tæmir síðan ískápinn af öllu grænmeti sem er komið á dagsetningu, og setur í pottinn með kjúklingabeinunum svo þeim leiðist ekki, allt þetta er síðan soðið í mauk í fimm tíma við vægan hita, allri froðu fleytt ofan af, hún gefur súpunni óbragð, að fimm tímum liðnum er soðið síað og sett í nýjan pott síðan kjælt yfir nótt síðan er handfylli af linsum og hrísgrjónum bætt út í þegar suðan kemur upp skal setja restina af grænmetinu sem enn lítur þokka lega út í pottinn ásamt kriddi, látið sjóða við hægan hita í dágóða stund og súpan er tilbúinn.
    þarna sérðu Sigurður minn að þetta hefur verið feik súpa sem þú bjóst þér til í dag, og þér á ekkert eftir að batna af þessu gutli sem þú bjóst til í dag ha ha sjáumst á morgun

  4. Ég er sannfærður! Ég sé enga aðra leið til að díla við þetta en einmitt að heimta skál af þessu líkt og B.

    Vagg og Velta!

  5. Hvaða spam spasmi er þetta drengur?

    Ég gerði líka súpu í dag. Hún var geðveikt góð. Allt annað eru aukaatriði.

  6. Ertu rosalega hræddur við spam Siggi?
    En af öðru. Ég er alveg ógeðslega móðguð að þú sért að gúggla eitthvað kjaftæði á netinu í þess að hringja í doktorinn.
    Ég get læknað allt Siggi. ALLT SEGI ÉG!!!!
    Nema Aids og Lupus og eitthvað fleira kannski.

  7. Afsakið að ég er að skipta mér af en… ég mæli með hreinu súkkulaði fyrir svona rifrildisseggi eins og ykkur. Það gleður lundina. Og þeir sem hafa áhyggjur af hollustunni geta fengið sér rauðvín með. Súpan kiknar við hliðina á þessu, gúgluð eða ekki gúgluð.

  8. Það er verst að eins hrifinn og ég er af súkkulaði, þá hefur það tilhneigingu til að setjast á lærin á mér. Það gerir það að verkum að ég verð alveg miður mín og þori ekki út úr húsi.

Comments are closed.