Ernest Borgnine

Í dag varð mér hugsað til Ernest Borgnine, en hann er einn af afkastameiri leikurum kvikmyndasögunnar. Ég var að semja í hausnum á mér samtal á milli mín og hans ef leiðir okkar lægju saman. “Þú ert Ernest Borgnine!” segði ég sisona við hann, eins og ég væri fyrstur til að færa honum fréttirnar. Hann myndi að sjálfsögðu brosa sínu allra breiðasta og játa það. Þeir sem til þekkja vita að enginn getur brosað breiðar en Ernest Borgnine, hann er brosmildasti maður allra tíma. “Þú lékst í Dirty Dozen með Lee Marvin!” segði ég. Dirty Dozen er eina myndin sem ég man eftir Ernest Borgnine í, þrátt fyrir að maðurinn hafi leikið í u.þ.b 200 kvikmyndum. “Segðu mér, er ekki Borgnine norðlenskt nafn?” Og þrátt fyrir að spurningar mínar væru kjánalegar er ég viss um að herra Borgnine tæki mér vel. Hann virðist vera súper fínn náungi.