ET

Þess ber að geta að Eckhart Tolle er kallaður ET í enlightenment heiminum. Við hinsvegar sem sækjum sömu fundi höfum þann háttinn á að bæta við greini fyrir aftan nafn þess sem okkur líkar að öllu jöfnu (en þó ekki alltaf) vel við. Títt umræddur yrði þá kallaður héðan í frá Tolle-rinn.

8 thoughts on “ET”

  1. hvaða ógeðisfundi eigið þér við ….

    og það sem meira er hver í rassgatinu er þessi Eckhart sem þekur alla forsíðu þessa annars ágæta vefs, ertu kominn í sértrúarsöfnuð?

  2. Hvort sem það er Tollerinn eða einhver annar sem vekur þig til slíkrar umhugsunar þá Sigurður í þessu tillfelli ættir þú ekki að þurfa að svara neinum um neitt. Ef eittvað þá væri tilfelli til hamingjuóska og góða ferð á veginum hvert sem hann liggur. Og þegar ET er búinn að hringja inn öll svör sem hann hefur þá vittu til ef þú leitar skýtur einkur annar upp kollinum með svör sem leiða þig áfram veginn og svo koll af kolli.

    Því segi ég húrra Sigurður, húrra, húrra.

    Baráttu kveðjur,

    Rúnar

  3. Ég er krónískur bjartsýnismaður og trúðu mér oft hefur ekki verið vanþörf á, hitt er svo annað að volæði gefur af sér fátt annað en sjálft sig. Fátt er gæfuríkara en að vera innblásinn ferskri sýn á veröldina hvað sem varð þess valdandi. Þrátt fyrir allt þá er þetta yndisleg tilvera.

  4. Einmitt, ég hef haft gott af því að lesa ET. Um daginn fékk ég fyrirlestra frá honum á CD, á ég ekki að senda þér þetta stuff?

  5. Þakka þér fyrir Magga mín, en það vill svo skemmtilega til að ég er búinn að verða mér út um fjöldann allan af vídeóum og hljóðsnældum með Toller-inum. Það er spurning hvort ég eigi ekki að gera þér þetta aðgengilegt á alnetinu ógurlega?

  6. Jú, guð einn veit að ég þarf einmitt á þessu að halda.

Comments are closed.