Fjallabræður – Brain Train

Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að gera annað lag með Fjallabræðrum opinbert á vefsetri mínu. Lagið heitir Brain Train og er bæði í stereó og sinnemaskóp.

[MEDIA=37]

7 thoughts on “Fjallabræður – Brain Train”

  1. glæsilegt, ég hlakka til þess að geta fengið að kaupa DVD diskinn hvenær svo sem hann verður gefinn út 🙂 tær snilld. til lukku með þessa glæsilegu tónleika, og skilaðu því til hans Hákonar frænda míns líka, veit ekki hvort ég þekki fleiri þarna í þessum fríða hópi.

  2. Ah Karlmannleg tónlist frá gamla landinu. Mér hlýnar um hjartaræturnar og klóra mér í bringuskegginu. Brennið þið vitar !

  3. Já þetta er rosalegt! Mjög flott.

    Veistu nokkuð hvort þetta var tekið upp og verður aðgengilegt einhversstaðar? Þá meina ég auðvitað ádíófæla fyrir ádíófíla?

  4. Eina upptakan sem fór þarna fram var á mínum vegum, og ekki eru nú tóngæðin upp á marga fiska. Lögin voru gefin út á disk um síðustu jól; hann hlýtur að fást í einhversstaðar.

  5. Nei tóngæðin eru ekki þau bestu á þessu en ég leita að disknum næst þegar ég er á Íslandi.

Comments are closed.