Gaman

Ég er ennþá svo eftir mig að ég hef ekki séð mér það fært að þrýsta niður lykli.
Enda hverjum er hagur í því að ég láti eitthvað frá mér fara.
Er þetta ekki allt jafn verðlaust?
Nema kannski þeir sem að blogga um stjórnmál, eða halda til haga dagbók barnanna.
Hvers virði er í heimi hér að halda það virkilega að eitt orð í hafsjó gagnsleysra upplýsinga hafi eitthvað að segja.
Þarf ekki einhver að taka sig til og ritskoða þessa þvælu.
Þarf ekki bara heila helvítis nefnd til að fara í gegnum rjómann af þessari djöfulsins vitleysu gárunga og flautaþyrla.
Það er í það minnsta ekki leggjandi á einn einstakling að lesa sig í gegnum þetta, – því að sá hinn sami á sér spítalavist örugga. Já – svei og rassgat, í heitasta hel skaki á þér hörmungarél.
/me tekur niðrum sig og múnar niðursetninga þessa lands.

Comments are closed.