Gatan þar sem þú elur manninn

Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að birta hér myndbrot úr: Mín fagra frú. Þetta er að sjálfsögðu lagið: On the street where you live. Í aðalhlutverki er geðþekkur uppáklæddur maður sem hefur orðið ástinni að bráð. Það gerir það óhjákvæmilega að verkum að hann missir vitglóruna. Í geðsýki sinni, labbar hann froðufellandi fram og aftur götuna þar sem konan sem hann elskar á heima. Hún er hinsvegar ekkert skotinn í honum. Hún er hrifin af gömlum karlfausk sem þykist allt vita.

Það kann að vera að það sé eilítið samkynhneigt af minni hálfu að hafa gaman af söngleikjatónlist, en mér er nokkuð sama. Mörgum finnst ég eigi að hafa gaman af einhverju karlmannlegu eins og mótorhjólum. Hvað get ég gert? Á ég að þykjast hafa áhuga á smurolíu og fótbolta, til að geta átt betri samskipti við kynbræður mína?

Jæja, ég má ekki vera að þessu, ég þarf að plokka augabrúnirnar fyrir kvöldið.

[MEDIA=145]

6 thoughts on “Gatan þar sem þú elur manninn”

  1. Aumingjans Freddy, hann hefði eyðilagt myndina ef hann hefði unnið ástir Elísu.

    Spilaðu fyrir okkur Just you wait Henry Higgins, plís.

  2. Ég er hrifnari af: “Damn, damn, damn, damn
    I’ve grown accustom to her face…..”
    Gamli þrákálfurinn þoldi það illa að verða ástfanginn af þessari ungmey. Ég skil það ósköp vel, enda er ást óþverratilfinning.

  3. Kynbræður þínir eru nú margir hommar, gersamlega áhugalausir um allt sem viðkemur smurolíu og hjólbörðum. Geturðu ekki bara tjillað með þeim og rætt söngleiki? 🙂

  4. Ég þekki einn homma sem er smiður, hann er með þá mestu ólund sem hægt er að hafa, þótt víða væri leitað.

  5. Ég þekki líka einn homma. Hann býr í vesturbænum. Einkennilegur maður, hreint út sagt.

Comments are closed.