Góðar hægðir

Það gleður hjarta mitt ósegjanlega að ef leitað er með leitarstrengnum: “góðar hægðir” á gúgúl, þá birtist vefurinn minn á fyrstu síðu. Er þetta enn ein dalían í þéttskipað internetblómabeð mitt. Og ég er þarna ekki í slæmum félagsskap, því málbeinið, Anna Helga og Baggalútur raðast þarna upp með mér í kærleik og harmoníu. Þetta er óumdeilanlegur heiður fyrir mig, því til þessa hefur verið hlegið að mér þegar ég hef brýnt fyrir fólki mikilvægi þess að hafa góðar hægðir. Það tístir í öllum þegar ég steyti hnefanum máli mínu til stuðnings og nota orð eins og fúndimental, óyggjandi, vísindi í sömu setningu og hægðir. Híhíhí, skríkir í illa upplýstum almúganum. Ég hinsvegar mun lifa að eilífu, enda hægt að spegla sig í ristilnum mínum.

Þetta var uppgögvun dagsins.

7 thoughts on “Góðar hægðir”

  1. Ég tek ofan fyrir þér Sigurður Þorfinnur!

    Ófá mein birtast í hægðum – eða réttara sagt tregðu þeirra.
    Velflestir kvillar sem draga menn til dauða(á endanum) eiga upptök sín í endanum þ.e. þeim óæðri – sem er rangnefni.

    Því ristillinn er eitt mikilvægasta líffæri allra dýrategunda. Það er fjöldi skjalfestra dæma um að dýr og menn hafi lifað langa ævi með heila sem ekki vann eins og til var ætlast.

    En þeim sem ekki losnar við úrganginn er bráður bani búinn.

    Þtta má svo yfirfæra á önnur svið og bendi ég á frétt af sorphirðumálum Napólíbúa máli mínu til stuðnings: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item185867/

  2. Orðatiltækið “að ganga í hægðum sínum” hefur löngum verið mér hugleikið.

  3. Um hægðatengt óhapp á ferðalagi milli Akureyrar og Reykjavíkur…

    Bílstjórinn í ólyktinni ekur

    upp í nefið saurgerlana tekur.

    Í aftursæti vind úr rassi rekur

    rammt er það sem milli kinna lekur.

  4. Að ganga í hægðum sínum – mæ ass!

    Það er bókstaflega óspennandi miðað við hinn margrómaða og sívinsæla
    “hægða(r)leik” sem aldrei er of oft leikinn…

  5. Búdda dó af því hann var með svo lélega meltingu. Hann át einhverja bansetta sveppi og fékk banvænan niðurgang áður en hann hoppaði af karmahjólinu og leystist upp í nirvana. Hefði meltingin verið betri þá væri kannski búddismi einu trúarbrögðin hér í heimi hér? Hann hefði náð svona 10 árum til viðbótar og þar með mun fleiri lærisveinum. Hvað veit maar, maar?

    Í kínverskum læknisfræðum er því haldið fram að harðar hægðir í ristli þýði seinagangur í heila. Sértu “full of shit” í meltingarveginum þá verðurðu líka “full of shit” í hausnum.

    Eins og alþýðuskáldið sagði: “Já, það er gohott að kúúúka”.

Comments are closed.