Superman brýtur reglurnar

Í fyrrinótt dreymdi mig að ég væri búsettur í Nýju Jórvík. Í draumnum var ég ekki aukvisinn sem ég er í vakanda lífi, heldur sjálfur Superman. Ég átti snotra litla þakíbúð í 50 hæða stórhýsi. Eitthvað óskilgreint gerist í draumnum, sem verður til að ég hef sjálfan mig til flugs fram af háhýsinu. Upplýsingar um hvert för minni var heitið fylgdu ekki með í þessum draumi.

Flugveður var gott og sólin skein. Ég tek eftir að það er svolítil mengun yfir borginni. Hægri hönd mín vísar fram á við og nota ég hana til að stýra. Hún virkar samt ekki bara sem stýri heldur er mér kleift að breyta flughraðanum með henni, það eina sem ég þarf að gera er að teygja hana aðeins fram til að auka hraðann, og svo draga hana aðeins að mér til að minnka hann. Þessir möguleikar fylgja undantekningalaust öllum draumum sem ég get flogið í.

Allt í einu, án þess að ég kunni á því skýringu, hugsa ég með sjálfum mér að það væri stórskemmtilegt að prufa sjálfsfróun meðan á flugferðinni stendur. Ég set þessa ljómandi fínu hugmynd í framkvæmd og tek til óspilltra málanna og þar sem ég hef ekki enn lesið bók Þorgríms Þráinssonar um hvernig best er að halda aftur af ótímabæru sáðláti, tekur það mig ekki langan tíma að binda endahnút á athæfi mitt. Ég horfi á framleiðsluna sullast yfir Times Square og grenja úr hlátri. Ég vakna og mér til mikils feginleika verður ljóst að uppákoman skilaði sér ekki yfir í þessa tilveru, enda hefði þá verið illa fyrir mér komið, þar sem ég sef á rafmagnsundirbreiðslu.

Öllum ber saman um að kúkur í draumum sé fyrirboði auðs og gósentíðar, en hvernig í ósköpunum ber að skilja það þegar manni dreymir brund?

20 thoughts on “Superman brýtur reglurnar”

 1. þetta er ameríkudýrkunin í sinni fegurustu mynd sem birtist þér þarna í draumi.
  það að þú sæðir tímatorgið fljúgandi í spandex galla gerir þig i raun að landráðsmanni líkt og þeim sem studdu millilandafrumvarpið á sínum tíma!

 2. Um þetta vil ég segja:

  Dunda þeir sem eru yngri
  ef að nótt er dimm
  að elska sig með einum fingri
  eða kannski fimm.

 3. Ég copy paistaði þessa færslu þína og sendi rakleiðis áfram til Baltasars Kormáks, og viti menn.. hann er mjög spenntur fyrir því að fá að kvikmynda þetta ævintýri þitt.

 4. sharing is caring siggi minn. mér finnst þetta mjög fyndin draumur. hló upphátt hér við tölvuna og held að það skipti litlu hvað þetta þýðir. þetta er eitthvað svona sálfræðilegt held ég. eitthvað brundisúpermanbrundibrund. þarf eitthvað að fara í saumana á því?

 5. Þetta segir Stóra draumaráðningabókin:
  Að dreyma brund er alltaf fyrir breytingum.Dreymandi gæti átt á hættu að missa spón úr aski sínum. Litur og þykkt brundsins skipta þó máli. Sé hann bleikur og seigfljótandi má búast við tíðindum úr heimabæ dreymanda sé hann aftur á móti þunnfljótandi og grænn er vorið sennilega á næsta leiti. Sé brundurinn úr öðrum en dreymanda ætti dreymandi að fara sér að engu óðslega. Halda kyrru fyrir og láta ekki plata sig út í óábyrgt tal um náungann. Sjá einnig: líkamsvessar, sæði, sæðingar, samfarir,

 6. Sjálfsfróun er hvorki með effi eða vaffi og hefi ég hér með leiðrétt sjálfan mig.

 7. Maður bregður sér ekki svo af bæ að ekki gerist undur og stórmerki á vefsetri Sigurðar Þorfinns.

  En það er annað sem veldur mér áhyggjum:

  Undanfarið hefur óánægt ungmenni orðið uppvíst að þvi að ganga í skrokk á afreksmönnum í íþróttum. Ef ég man rétt eru ekki færri en 3 skjalfest og vottuð tilvik þar sem hann hefur meitt menn sem virðast ekki hafa á hluta hans unnið – annað en að vera góðir í sinni grein.

  Nú spyr ég:

  Er þetta ekki dæmi um grófa mismunun? Það er sægur af afrekskonum á mörgum sviðum á ferli í miðborginni um helgar. Er ekki tilefni til að vekja athygli Jafnréttisstofu á því að þarna sé augljóstdæmi um kynjamismunun í sinni grófustu mynd?

 8. Hér með tek ég hvert orð aftur og bið afsökunar á sérhverju atkvæði.

 9. Ég veit ekki hvað kom yfir mig…og ég á laktosaskertu, glutenlausu og lífrænu.

 10. Nú geta heiðvirðar læknisfrúr ekki lesið þetta blogg lengur Sigurður

 11. Linda María: Þú ert með dæmigerða hörfræeitrun. Þú þarft að fara vel með þig og halda þig innandyra, því ef eitrunin ágerist ferðu út að drepa.

  Allý: Það ætti þá ekki að stoppa þig! 🙂

  Holmfridur: Ég er of andlegur maður til að finna fyrir jafn lágkúrulegri hvöt og greddu. Gredda er bara fyrir Breiðhyltinga og skráða notendur á barnalandi.

  lipurta: Þakk fyrir, það er björt tíð framundan með blóm í haga. Tíð ástarinnar.

 12. undarlegt nú bý ég í breiðholti og er í ofanálag skráður notandi á barnalandi, samt hef ég ekki fundið fyrir greddu síðan ég var drykkjumaður!

 13. Ég hef áhyggjur af rafmagnsundirbreiðslunni, það getur
  ekki verið sniðugt, og þá er ég ekki að tala um rafmagn og bleytu? Heldur segul-lega-séð 😉

 14. Þeir sem eru með alla fætur niðri á jörðinni myndu segja að þú þjáðist af sjúklegum áhyggjum af skógareldum eða lækkaðri fæðingartíðni. Nema hvort tveggja sé? Superman er ekki til, eina spendýrið sem getur flogið er leðurblaka.

Comments are closed.