moggblogg

mbl1.jpg

Þrátt fyrir að hafa hugleitt í rúma klukkustund fyrr í kvöld, spúði ég eldi og brennistein þegar ég las bloggfyrirsagnirnar við þessa frétt. Fréttin greinir frá þegar Hillary Clinton varð uppvís að mannlegri hegðan á framboðsfundi. Nú þarf ég að bregða mér af bæ með exi í farteskinu. Í rassaborugat með heimsfrið.

Eftirmáli: Morgunblaðsvefurinn er hér með kominn á þartilgerðan kúkafýlulista hér á friðsælli Óðinsgötunni. Ef ég reyni að fara inn á hann á netinu mínu fína og fallega, þá áframsendist ég á visir.is.

7 thoughts on “moggblogg”

 1. ég er búinn að útbúa ósýnilega síu í augun á mér sem gerir mér kleift að heimsækja morgunblaðið á veraldarvefnum án þess að verða fyrir andlegu tjóni því sem þú talar um.
  Ég t.d sé ekki þessar fyrirsagnir sem þú ert að tala um og ekki hef ég hugleitt neitt utan þess að ég hugleiddi að drepa mig rétt áðan!

 2. Moggabloggaravísa þér til yndisauka

  Margir þennan dugnað dá

  daga og nætur semur bloggin

  hefur skoðun öllu á

  en yfirleitt þá sömu og Mogginn.

 3. Ég endurtek áður sagt:

  Fréttabloggið er ámóta ógeðfellt og að fá blaðið inn um lúguna, útbíað af klúryrðum á spássíunum!

 4. Æji þetta er óttalegur sirkus, orkusuga og tímaþjófur, fánýti og hégómi.
  Eftir þessa ádrepu þína hef ég ákveðið að taka ekki þátt í þessu innihaldslausa drasli lengur og hef tekið mitt eigið blogg niður. Takk fyrir að opna augu mín Sigurður. Þetta var löngu tímabært.
  Nú fæ ég að njóta þessara frábæru skrifa hér, þín og þinna góðu félaga, sem nú þegar hafið víkkað sjóndeildarhring minn til mikilla muna.
  Takk fyrir mig gamli vin.

 5. Hefurðu velt fyrir þér að skrifa á blogspot? Mér finnst það synd þegar menn jafn ritfærir og þú, sitja á gúmmilaðinu eins og ormur á gulli. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvar maður kveður sér til hljóðs, það eru heldur ekki allir á moggablogginu legátar. Þess ber svo að geta að ég hef lesið öll ljóðin þín á ljod.is. Það þarf ekki að koma þér á óvart, þú verandi maðurinn sem opnaðir augu mín þegar ég lá milli heims og helju sem menningarlegur vanviti. Takk fyrir mig. Takk fyrir David Bowie, Kamarorghesta, Kalla Sighvats, The Wall, Þórarin Eldjárn, Stefán Gríms, Stein Skapta, Alan Parker, David Lynch.

Comments are closed.