Haltu kjafti! Grillveislunni er lokið!

“Haldið þið djöfulsins kjaftinum á ykkur saman!” heyri ég reiðilega rödd hrópa inn í hausnum á mér þegar ég les bölvað pípið sem Sjálfstæðismenn láta hafa eftir sér í fjölmiðlum. Eruð þið ekki búnir að grilla nóg? Helvítis grillveislurnar ykkar hafa lagt landið mitt í rúst! Það sjúka samfélag sem þið bjugguð til á þeim árum sem þið sátuð við stjórnvölinn, hefur valdið heiðvirtum borgurum leiðindum af áður óþekktri stærðargráðu; sumum hryllilegum þjáningum, og dettur mér þá fyrst í hug maðurinn sem tók sitt eigið líf vegna þess að hann eygði ekki von í skuldafeninu sem hann og fjölskylda hans voru að drukkna í. Grillveislunni er lokið, og sjáið ykkur því sóma í að halda kjafti. Þið eruð búnir að grilla nóg.

Svo biðst ég afsökunar á blótsyrðum, yfirleitt er ég mjög kristilegur í orðavali.

7 thoughts on “Haltu kjafti! Grillveislunni er lokið!”

 1. Allt í lagi, en biddu Jésúm að fyrirgefa þér sona til að vera viss…

 2. Djö hvað er ég sammála þessu.
  Helvítis fíflafífl!

  Ég er að draga fram hristurnar.
  Nú þarf að særa út svínin í Seðlabankanum á mánudaginn verður bylting.

 3. Kannski er hægt að endurvinna öll þessi kulnuðu grill og sjóða saman úr þeim rimla?

  Ég hef lengi verið talsmaður þess að tónlistarfíaskóinu verði breytt í fangelsi.

Comments are closed.