Stuttur texti um ládeyðu

Þessa daganna ræ ég ládeyðu lífsins og ekki laust við að mér drepleiðist allt mannanna prjál. En ég brosi eins og fábjáni. Ekki má ég verða uppvís af sorg og sút. Dansaðu fíflið þitt, dansaðu, árétta ég við sjálfan mig. Þau mega ekki halda að þú sért að missa móðinn. Svona áfram með þig.

Næsta uppsveifla verður ævintýri líkast – ég er um það viss. Kannski er orðið tímabært að verða ástfanginn. Það er nú leitin af annarri eins geðveiki og ástarsýki.
Ástin er geðveikisástand í hæsta gæðflokki sem örvar bæði blóðflæði og skapandi hugsun. En þú verður dýrvitlaus, því get ég lofað. En allt er jú betra en að sigla lygnan sjó. Þú veist, – fyrir okkur sem ekki lifum bara fyrir munn og maga.

5 thoughts on “Stuttur texti um ládeyðu”

  1. Hehe..Það má alltaf reyna að æfa sig á klarinetinn í þessum dúr!

  2. Ég tek þetta strax tilbaka.
    Ég meina…klarinettinn er blásturshljóðfæri!

  3. en ertu viss um að þú færir til dyra ef ástin myndi banka?
    færiru ekki bara að analísera hvernig hún væri klædd, hvað hún væri gömul og hverra manna hún væri?
    svo ég tali nú ekki um í hvaða póstnúmeri hún byggi?

  4. Jú, það myndi hann Siggi okkar sannarlega gera. Svo myndi hann Gúgla ástina fram og aftur, rekja hana á Íslendingabók, skoða hana á fésbók athuga fortíð, nútíð og framtíð og komast svo að því að viðkomandi væri ekki í húsum hæf. Friðarspillir, sálartryllir, snáfaðu!!

Comments are closed.