Lífið á Íslandi

Að lifa á Íslandi er eins og að reyna að fóta sig í 103 þúsund ferkílómetra rotþró. Þú ert kannski vel búinn, í vaðstígvélum, með nefklemmu, og hefur öðlast töluverða leikni í að standa uppréttur í saur þeirra sem kúkuðu yfir landið. En svo gerist eitthvað. Eitthvað sem veldur því að þú missir einbeitinguna um stund. Kannski er það frétt um auðmann sem sleikir sólina í Karabíska hafinu, eða að eftirlætis kexpakkinn þinn kostar orðið 700 krónur í kjörbúð djöfulsins. Og þér verður svo bilt við að þú rennur til í skítnum, missir fótanna og kollsteypist í saureðjuna. Þar svamlar þú, þar til þú finnur eitthvað sem þú getur stutt þig við og notað til að staulast aftur á lappir. Tildæmis sú hugsun að föðurland og rætur séu hluti af því hver þú ert og þess vegna skítafýlunnar virði, eða að þetta fari allt á besta veg og réttlætið sigri að lokum. Hringrásin endurtekur sig, og þó þú haldir áfram að vaða annarra manna skít, veistu innst inni að þú átt eftir að hrasa aftur í sleipnum kúknum.

3 thoughts on “Lífið á Íslandi”

  1. Ísland, þ.e.a.s. Íslendingar, voru eins og þeir eru löngu áður en rotþróin fylltist

  2. er ég einn um að finnast þessi athugasemd hetjunnar með öllu óskiljanleg?

  3. Æi ekki tala um þetta URGH…. Ég verð ógeðslega pirrpirr þegar ég hugsa um þessa mannandskota að tjilla í karabískahafinu á meðan ég þarf í skammdeginu að strita svo að konan og börnin fái að éta. Það væri réttast að stilla þessu pakki við múr og hleypa af góðum riffli. Ég held að ég fari og skrifi fjórðasporsgremjulista úff sveimérþá.

Comments are closed.