700 króna kexpakki

Ég var að hengja upp úr vél í gær, en það hef ég gert nokkuð oft áður á lífsleiðinni. Hvað ætli ég hafi sett í margar vélar síðan ég setti fyrst í vél? Allavega…. Þegar ég var langt kominn með þvottinn áttaði ég mig á að það liði sjálfsagt ekki á löngu þar til ég hengdi upp þennan sama þvott aftur. Og þar sem heilinn minn gefur mér sjaldan frí frá tilvistarlegum vangaveltum, fór ég að velta fyrir mér þessari hringrás, sem endurtekur sig, aftur og aftur og aftur. Ég fer í fötin, þau verða skítug á tveimur til þremur dögum, þá set ég þau í vél, þar sem þau hringsnúast í vatni og sápu, að því loknu tek ég þau út úr vélinni, hengi þau til þerris og fer svo aftur í þau. Einhverjir dagar líða og ferlið endurtekur sig. Þessi hugsun væri alls ekki svo óbærileg, ef tíminn sem ég eyði í að skíta út fötin væri ekki líka varið í samansafn af prósessum sem endurtaka sig, aftur og aftur og aftur.

Ég hefði líka getað skrifað um kreppuna og 700 króna kexpakkann sem ég keypti í 10/11.

2 thoughts on “700 króna kexpakki”

  1. Það á ekki að verzla í 10/11 eða 11/11. Þetta er alveg síðasta sort þessar okurbúllur bæjarins. Ég var við það kominn að rústa staðnum um daginn þegar ég þurfti að borga 6.000 krónur fyrir einhvern skítaslatta þarna inni.

  2. Það á heldur ekki að versla í Bónus. Krónan er ágæt þangað til Smartkaup birtast. Sveltum Jásgeir úr landi.

Comments are closed.