Líkræður

Fátt er jafn frískandi á föstudagskvöldi og hafa til tei, smurbrauð og hlusta á líkræður. Sumir drekka sig fulla. Aðrir maula kartöfluflögur og glápa á raunveruleikasjónvarp. Ég hinsvegar, drep tímann með að hlusta á líkræður. Svona er nú lífið oft á Óðinsgötunni.

4 thoughts on “Líkræður”

 1. Ég á þér mikla skuld að gjalda og sífellt bætir í höfuðstólinn.

  Fyrst leiddirðu mig á vit hennar Corinne sem skraflar við mig á frönsku og núna hef ég óheftan aðgang að líkræðusafni séra Arnar Bárðar – auk hefðbundinna guðsþjónusta. En ég hneigist frekar að líkræðunum – sérstaklega ef fólk er mörgum harmdauði og hefur farist voveiflega. En auðvitað sættir maður sig við að óbreytt almúgafólk hlýtur að vera þarna í meirihluta eins og alls staðar.

  Og ég ætla að fara að þínu fagra fordæmi og drekka erfi hins látna á meðan ég hlusta.

  Mig langar að skrifa aðstandendum og láta þá vita hversu mikils virði þessar ræður eru okkur? Það er jú alltaf verið að leggja áherslu á það við mann að það sé ættingjunum hollt að ræða hinn látna en bera ekki harm sinn í hljóði. En einhverjum gæti þótt það framhleypni.

  Þín einlæg vina Linda María

 2. Þá sjaldan er ég lendi í þeirri aðstöðu að vera ekki á fjarstýringunni, og get því ekki “zappað” burt frá Spaugstofunni, reyni ég að virkja hæfileika heilans til að eyða hinu óbærilega.

  Hóflega etinn hummus o.s.frv.

Comments are closed.