Mikið andskoti er ég glaður – hversdagsblogg

51h9z98pzhl_aa240_.jpg
Einkennilegt og mikið skrítið, sérstaklega vegna þess að undanfarnar vikur hef ég helst viljað liggja undir sæng í upphituðu rúmi með bók. Já, hún kemur aftan að manni þessi stórskrítna tilvera.

Og ég hef ekki setið auðum höndum í þessari júforíu minni því ég hef, meðal annars, puntað örlítið heima hjá mér, gert við eitt stykki þvottavél, unnið hörðum höndum fyrir fyrirtækið, svo tók ég mig til og byrjaði að læra á saxafóninn sem ég festi fé í fyrir nokkrum mánuðum.

Ég hafði áður reynt að læra á hann og keypti mér meira að segja DVD kennsludisk, en eftir að hafa horft á diskinn í rétt rúmar 5 mínútur, hætti ég vegna þess að mér þótti leiðbeinandinn svo skelfilega hallærislegur; svo púkó að ég ákvað að læra bara aldrei á saxafón, því ég mætti bara ósköp einfaldlega ekki við því að verða jafn hallærislegur og þessi leiðbeinandi.

Er ég hvað? Hégómagjarn? Þessi ummæli særa hnarreist stolt mitt!

En allavega, meðan ég bíð óþreyjufullur eftir að klarinettið rati heim í hlað, ætla ég að læra á saxafón.

En hver er ástæðan fyrir því að ég er svona ægilega glaður? Ekki er ég ástfanginn….. Ahhh, það er óþarfi að orðlengja þetta frekar, ég hef svarað spurningu minni sjálfur.

5 thoughts on “Mikið andskoti er ég glaður – hversdagsblogg”

  1. Ég held að það sé aðallega þessi kuldi og myrkrið sem hvetur mann til að liggja undir sæng og lesa.

  2. Ég hætti við að læra á fagott þegar mér var sagt hvað nafnið þýddi. Kannski var viðkomandi að ljúga að mér. Hvað veit ég?

  3. …það er álíka og Siggi færi að neita sér um gellur!

Comments are closed.