NjarðarPéNjarðvíksþus

Það kann að skjóta skökku við á síðu sem er málfræðilegt stórslys, en ég má til með að koma með ábendingu. Ég tek eftir í rituðu máli að fólk gerir mikið af að hlægja þegar það er í raun að hlæja.

Að hlæja og hlægja er ekki það sama. Að hlægja er að kæta einhvern, eða koma honum til að hlæja.

Tekið af internetinu: “Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta.”

Viðkomandi þar af leiðandi veit ekki hvort hann eigi að bresta í grát eða kæta einhvern. Þetta er vandi sem ég stend oft frammi fyrir. Ég er svo sorgmæddur að mig langar mest til að fara að gráta, en á sama tíma togast á innra með mér sú löngun að láta einhvern fara að hlæja. Þetta verður oft á tíðum mikið sálastríð sem endar yfirleitt með að ég arga og garga þar til líður yfir mig.

Góða helgi.

3 thoughts on “NjarðarPéNjarðvíksþus”

  1. Sigurður, þú ættir að vera til á öllum heimilum til að hlægja fólki þegar þörf er á.

Comments are closed.