Öll skítum við í sama holræsakerfi

Þjóðarsálin er full af réttlátri reiði um þessar mundir. Fólki er uppálagt að taka afstöðu og koma sér fyrir á öðrum hvorum básnum. Skoðanalaus maður er dauður maður. Netskrifarar leggja sig fram um að koma sínum viðhorfum á framfæri, í þeirri von að þeir hljóti viðurkenningu meðbræðra sinna fyrir stórkostlega sýn á mál sem einhverra hluta vegna eiga að snerta okkur öll. En þegar öllu er á botninn hvolft og hlutirnir skoðaðir fyrir það sem þeir í raun og veru eru – þá er dansinn sem stiginn er á adrenalíndiskóteki Íslands, ekkert annað en barátta mannsins fyrir að einhver viti og staðfesti að hann sé einhvers virði. Öll þráum við ást og kærleik. Að einhver komi og taki utan um okkur og hvísli einhverju fallegu í eyrað á okkur. Allt sem við tökum okkur fyrir hendur, hefur eitthvað með það að gera hvernig líðan við viljum fyrir okkur sjálf. Hvernig við viljum upplifa okkur. Hvaða ímynd við viljum byggja til að okkur líði örlítið betur. Og í þrotlausri leit okkar af ást og viðurkenningu, gleymist að við skítum öll í sama holræsakerfi.

Í dag er ég glaður með sumar í hjartanu mínu.

Froða dagsins var skrifuð undir þessu lagi:

[MEDIA=125]

One thought on “Öll skítum við í sama holræsakerfi”

  1. Adrenalíndiskótek Íslands? 🙂

    Gott hjá þér að blogga um ástarþörf og viðurkenningarþörf, undir þjóðsöng kommitófóba… way to go…

Comments are closed.