Eldur gakk með mér

[MEDIA=124]

Lokaatriðið í Eldur gakk með mér er hjartnæmt. Dale Cooper og Laura Palmer, undir angurværri tónlist Angelo Badalamenti, virðast sátt við sín hlutskipti: Laura Palmer dauð og doppelganger(tvífari samkvæmt þýskri þjóðsögu) Dale Cooper gengur laus í mannheimum. Sorg og sálarfriður. David Lynch hefur verið hrifinn af englum á þessum tíma, því engill kemur einnig við sögu í lokaatriði Wild at heart. Var það kannski huldukona?

Skrifaðar hafa verið ritgerðir og bækur um þetta listaverk sem olli byltingu í sjónvarpsdagskrárgerð. Í kvöld hefi ég einmitt fest fé í Full of Secrets: Critical Approaches to “Twin Peaks” (Contemporary Film & Television). Ég hef þar áður lesið bæði Secret diary of Laura Palmer og The Autobiography of FBI Special Agent Dale Cooper.
Svo er ég að vona að ég komist í Tvídrangaferðina mína í haust. Henni frestaði ég af praktískum ástæðum.

Einhverjum gæti dottið í hug að ég eigi mér ekkert líf, og sá hinn sami hefði rétt fyrir sér.

One thought on “Eldur gakk með mér”

  1. Að næra sitt listræna eðli með því að kafa ofan í meistaraverk af þessu tagi er einmitt að eiga sér líf.
    Það er margt verra en að búa í Twin Peaks. Það get ég staðfest af eigin reynslu. Áfram á þessari braut!

Comments are closed.