Jólasveinninn er nasisti

Ég var staddur í 10/11 niður í Lækjargötu til að kaupa mér næringu, það kann að koma ykkur á óvart en ég ætla ekki að útlista það fyrir ykkur hvað ég keypti í matinn, né ætla ég að uppfræða ykkur hvernig ég steikti það sem ég keypti. Ég bendi ykkur á í fullri vinsemd að það eru til síður þar sem maður getur lesið sér til um innihaldsefni matvæla og svo hvernig skal verka það sem maður setur í innkaupakörfuna sína. Allavega ég var staddur við frystiborðið þegar ég heyrði fyrsta jólalagið mitt í þessum mánuði blóðsúthellinga, brjálæðis, mannvonsku, limlestinga, innbrota, múgæsinga og laufabrauðs. Þar var engin önnur á ferðinni en hún Helga Möller, systir gamla umsjónakennarans míns (find a happy place, find a happy place.) Ég missti umsvifalaust matarlyst og hvítnaði upp, ég hrasaði því næst um gólftuskustandinn og missti andann. Undir þessu ómaði og gjall í Helgu Möller. Á sama tíma áttaði ég mig á því að þetta er ekkert annað en eitt stórt samsæri og að öllum líkindum anti-semitismi á háu stigi og jólasveinninn gæti ekki verið neitt minna en formaður nýnastistasamtaka og Helga Möller í vitorði með honum.

Í framhaldi af þessari andstyggðarlífsreynslu dreg ég herör gegn jólasveininum og hef ákveðið að það verður annað hvort ég eða hann og ég gefst ekki auðveldlega upp, svo mikið er víst.

saga Möller ættarinnar

Besserwisser

Ég er að pæla í því hversu sumum sem að ég neyðist til að umgangast fer vel úr hendi að frussa yfir meðbræður sína úr ótæmandi uppsprettu af kunnáttu og algetu í tæknitengdum málefnum, en svo þegar það kemur að framkvæmdum finnst þeim þægilegra að einbeita sér að leikjaspilun eða sjálfshyggjurunki eins og klámmyndaáhorfun. Ég geri mér fulla grein fyrir að mér ferst að nöldra og tuldra yfir hinu og þessu meðan ég virðist ekki eiga mér reglubundið eða þá hefðbundið vísitölukrypplingslíf, en svo þegar ég fer að pæla í því þá eiga þessir menn sér það ekki heldur, þó þeir vinni á hinum almenna vinnumarkaði. En fyrir alla muni ekki halda það að ég sé nöldurseggur niður í nára, því í raun og veru er ég kærleiksríkur og yndisleg persóna sem að er svona álíka vel meðvituð um mínar eigin tilfinningar og skjóðan hún Sirrý á S1.

Morgunröfl

Það er svo sem enginn sérstakur tilgangur með þessum skrifum. Nokkrar línur til að kanna það hvurnig kerfið mitt litla sæta er að virka eftir næturlanga vinnu við það. Ég get ekki neitað því að ég er drullufjári sáttur með þetta og tel orðið tímabært að keyra höfuð mitt niður í koddann og gráta mig beiskum tárum í svefn. Með þessu orðskrípi fylgir mynd af honum Jóa félaga mínum sem að nú er úti í hinum kalda heimi að þjást.

Komið sæl!

Það liggur í augum uppi að kvékindið er byrjað að blogga. Þessi síða er öll í smíðum, en ég á von á því að þetta sóðist hér inn á næstunni, þ.e.a.s það sem ég ætla að bjóða upp á stafrænum nútíma. Sem stendur er ég að nota hráslagalegt sql tól til að frussa hér inn þessari færslu. Fyrir alla muni fylgist með framgangi mála, það er aldrei að vita nema að ég hafi lausn við lífsgátunni seinna meir.

Mánudagur

There’s a bright golden haze on the meadow,
There’s a bright golden haze on the meadow,
The corn is as high as an elephant’s eye,
An’ it looks like its climbin’ clear up to the sky.

Chorus:
Oh what a beautiful morning,
Oh what a beautiful day,
I’ve got a wonderful feeling,
Everything’s going my way.

Repeat chorus

All the cattle are standing like statues,
All the cattel are standing like statues,
They don’t turn their heads as they see me ride by.
But a little brown mav’rick is winking her eye.

Repeat chorus

All the sounds of the earth are like music,
All the sounds of the earth are like music,
The breeze is so busy it don’t miss a tree,
And an ol’ Weepin’ Willer is laughin’ at me.

Repeat chorus

Mannleg *

Það sem mér leiðist einna mest í vinnunni minni eru mannleg samskipti. Ég hef komist að því í seinni tíð að ég aðhyllist meira stafræn lyktarlaus samskipti. Ef ég hefði einhverja stjórn á örlögum mínum þá stundaði ég að eingöngu stafræn samskipti. Ég þyrfti þá ekki að punta mig og klæða mig upp í hvert það skipti sem ég ætlaði að eiga við einhverja tegund af praktík. Núna tildæmis í hádeginu er búið að koma á fót samkundu sem kallast á fræðimáli “hádegishittingur”. Þessi uppákoma á að framkalla í okkur sem vinnum hér alveg sérstakt afbrigði af gleði og starfsánægju sem verður þess valdandi að við öll eigum helst að skríkja í harmóneruðum kór. Viðurstyggð leyfi ég mér að fullyrða. Menn eins og ég sem vinna í tölvugeiranum eiga bara einfaldlega ekki að þurfa að taka þátt í einhverju sem krefst þess að maður standi andspænis einhverjum sem er kannski illa til hafður og óþrifalegur, maður svei attann veit ekki.

rules of attraction

Það er talsverður hávaði hér á Laugaveginum, sérstaklega um helgar. Strákaumingjar þeysa hér framhjá á köggunum sínum og spila allskyns viðbjóðstónlist, þannig að það drynur í hjallinum sem ég heima í. *Dúnk, dúnk, dúnk*. Ég fæ ekki skilið. Hvernig kom þeim það til hugar að einhver hefði áhuga á að hlusta á þennan drynjanda. Hinsvegar mér til mikillar ánægju er eldri maður farinn að stunda rúntinn svokallaða og hann spilar bara kantrímúsik. Ég veit að þetta er maður á sextugsaldri vegna þess að ég mætti honum einu sinni á leið heim eftir erfiðan dag á skrifstofunni. Ég verð að viðurkenna að ég er enginn sérstakur áhugamaður um kántrímúsik, en eftir að heyra alla þessa slæmu músik, þykir mér orðið svolítið vænt um þegar þessi maður keyrir framhjá. Það kostar hugrekki að gera þetta tel ég. Slæm bólugraftartónlist hefur í gegnum tíðina átt einkarétt á laugaveginum, þess vegna kann það tíðindum að sæta ef einhver tekur sig til og spilar þvert oní þá tónlistarstefnu.

Palindromes

Sökum þess að ég hef legið í þunglyndi undanfarnar vikur hef ég lagst í sjónvarpsgláp. Þetta annual haustþunglyndi sem ég hef að einhverju leyti stólað töluvert á er að sama skapi ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið svo duglegur að skrifa blog pistla. Ég geri mér grein fyrir því að út í honum samfélagi þykir það ekki vera svo við hæfi að viðurkenna það að maður sé að drepast úr þunglyndi. Það tekur mig þar af leiðandi sárt að viðurkenna þetta hér fyrir þessum sálum sem venja komur sínar á þessa síðu. Þunglyndi er hugarástand sem að hefur fylgt mér sem persónu frá því ég man eftir mér. Ég um daginn sá mynd sem heitir Palindromes, eftir dónann Todd Solandz, þann hinn sama og gerði runkmyndina Happiness. Í myndinni útskýrir ein persónan sannleik sem mér finnst hitta réttilega í mark. Persónan sem að er í myndinni illilega á skjön við allt sem eðlilegt þykir í nútímasamfélagi heldur því fram að fólk í gegnum lífsferil sinn breytist að upplagi svo gott sem ekki neitt. Fólk telur sig taka breytingum en það gerir það ekki. Að ef að manneskja er sem barn þunglynt, þá sé það sú persóna sem viðkomandi er alltaf undir niðri. Viðkomandi missir kannski nokkur kíló, húðin hreinsast, eignast fjölskyldu, skiptir um kyn, fer í krossinn, en allt kemur fyrir ekki og allar tilraunir til að verða hamingjusamari, betur áttaður, ekki eins graður, lyginn í hófi eða hvað það nú er verða að engu, undir niðri er maður alltaf sami náunginn. Í meginatriðum er maður sama persónan hvort sem maður er 13 eða 50 ára.
Fín mynd þessi Palindromes, en alls ekki við allra hæfi. Ég reyndar hafði beðið eftir henni með eftirvæntingu í nokkra mánuði, þá sérstaklega vegna þess að aðalpersónan sem er 12 ára er leikin af 7 kvenmönnum á mismunandi aldri, kynþætti og vigt.

Nei, það geta ekki allir verið bylgju og hemma gunn hressir alltaf hreint.

basic

Fyrir þá sem ekki vita hvað ip tala er bendi ég á þennan tengil http://en.wikipedia.org/wiki/IP_address.

Ég hef aðeins verið að leika mér með ip tölur hér á þessum vef. Ég byrjaði fyrst á þessu þegar mér fannst athugasemdir ákveðins aðila alveg sérstaklega ósmekklegar. Mér fannst þetta ekki ósvipað og ef ég færi í heimsókn til einhvers, tæki niður um mig og skiti á gólfið hjá viðkomandi. Það þarf varla að taka það fram að slíkt þykir ekkert sérlega fínt, hvað svo sem kann að gerast í framtíðinni. Þegar ég fór svo aftur að leika mér með ip tölur lét ég kerfið mitt litla sæta senda mér póst þegar önnur ákveðin manneskja heimsótti þennan vef. Mér finnst þetta persónulega of fyndið til að halda kjafti yfir því, en á sama tíma finnst mér ótrúlegt hvað hægt er að verða upptekinn af því fólki sem stendur manni næst. Mér skilst að þetta kallist þráhyggja á fræðimáli. Getur verið að einhver hafi skoðun á því?
Í einhverju reiðikasti gerði ég þessa sömu manneskju útlæga af vef mínum. Nú, er kerfið stillt inn á að virða viðkomandi að vettugi. Ég kalla þá forritun sálarheill.

Um daginn fór ég að fíflast í leitarvélunum. Það er þannig að fjórum algengustu leitarvélunum er boðið upp á að lesa texta á þessum vef sem er engum öðrum aðgengilegur. Hinsvegar þegar ákveðin stikkorð eru slegin inn í Google eða msnsearch þá birtist þeim er leitar fáeinar málsgreinar úr lítilli sætri sögu. Þetta er að sjálfsögðu allt til gamans gert, en gerir jafnvel þeim sem gæti verið þetta viðkomandi mögulegt að finna upplýsingar án þess þó að ég opinberi þær fyrir þeim sem sækja þessa síðu að jafnaði.
Þeir sem til þekkja þurfa ekki að upphugsa einhver vísindi til að finna út úr þessu.