Palindromes

Sökum þess að ég hef legið í þunglyndi undanfarnar vikur hef ég lagst í sjónvarpsgláp. Þetta annual haustþunglyndi sem ég hef að einhverju leyti stólað töluvert á er að sama skapi ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið svo duglegur að skrifa blog pistla. Ég geri mér grein fyrir því að út í honum samfélagi þykir það ekki vera svo við hæfi að viðurkenna það að maður sé að drepast úr þunglyndi. Það tekur mig þar af leiðandi sárt að viðurkenna þetta hér fyrir þessum sálum sem venja komur sínar á þessa síðu. Þunglyndi er hugarástand sem að hefur fylgt mér sem persónu frá því ég man eftir mér. Ég um daginn sá mynd sem heitir Palindromes, eftir dónann Todd Solandz, þann hinn sama og gerði runkmyndina Happiness. Í myndinni útskýrir ein persónan sannleik sem mér finnst hitta réttilega í mark. Persónan sem að er í myndinni illilega á skjön við allt sem eðlilegt þykir í nútímasamfélagi heldur því fram að fólk í gegnum lífsferil sinn breytist að upplagi svo gott sem ekki neitt. Fólk telur sig taka breytingum en það gerir það ekki. Að ef að manneskja er sem barn þunglynt, þá sé það sú persóna sem viðkomandi er alltaf undir niðri. Viðkomandi missir kannski nokkur kíló, húðin hreinsast, eignast fjölskyldu, skiptir um kyn, fer í krossinn, en allt kemur fyrir ekki og allar tilraunir til að verða hamingjusamari, betur áttaður, ekki eins graður, lyginn í hófi eða hvað það nú er verða að engu, undir niðri er maður alltaf sami náunginn. Í meginatriðum er maður sama persónan hvort sem maður er 13 eða 50 ára.
Fín mynd þessi Palindromes, en alls ekki við allra hæfi. Ég reyndar hafði beðið eftir henni með eftirvæntingu í nokkra mánuði, þá sérstaklega vegna þess að aðalpersónan sem er 12 ára er leikin af 7 kvenmönnum á mismunandi aldri, kynþætti og vigt.

Nei, það geta ekki allir verið bylgju og hemma gunn hressir alltaf hreint.

4 thoughts on “Palindromes”

 1. Veistu Siggi ef þú myndir bara prófa að koma með okkur Jóhannesi á fóðurbílnum (brjálæðislega fyndinn gaur) í Bylgjulestina þá myndirðu hrista af þér þessa vitleysu.

  Bylgjulestin rúlar!!

 2. ÉG MÓTMÆLI

  við skulum hafa það á hreinu B. að bylgjulestin er ekki töff…

  Bylgjan er bara FM 957 miðaldrafólksins sem að neitar að viðurkenna að það sé veröld í kringum sig.

  það sagt, þá hlakkar mig til að sjá þessa umtöluðu mynd, því jú happíness var mynd sem að þóknaðist mínum afþreyingarstandart…

 3. Siggi minn. Það er Flandersheilkenni að halda að maður verði alltaf að vera hress, kátur og hamingjusamur. Kristna blekkingin. Það er enginn sem krefst þess. Allt í lagi að vera dulur, þungur, skapstyggur og allt þetta. Bara eins og maður er. Ekkert vesen.

Comments are closed.