Pest

Ég held ég hljóti að vera ræfilslegasti maðurinn í gervöllu póstnúmerinu. Upp úr þrjú í nótt, vaknaði ég með slæmsku í maganum mínum. Til að hafa ofan af fyrir mér, hófst ég handa við að gubba sem nemur 10 kílóum af allskonar kræsingum sem ég hef rennt niður það sem af er ári. Þeir sem mig þekkja, vita að ekkert kætir mig eins mikið og að missa fjöldan allan af kílóum, við frekar litla áreynslu, þó svo að sum gubbulaðiköstin hafi verið svo heiftarleg, að ég hélt á tímabili að ég hefði hafið ferð mína inn í eftirlífið. Í eftirlífinu er gaman að vera til, þar er ekkert gubbulaði, enginn sjónvarpsþáttur sem heitir Silfur Egils, engin aukakíló og ekkert moggablogg. Þannig er nú eftirlífið.

5 thoughts on “Pest”

  1. Hefurðu prófað volgt majónes og feitan síðubita við ógleðinni? Þetta húsráð þykir gott.

  2. í lífinu sem ég lifi er heldur ekkert silfur spegils eða moggahommablogg, ætli ég sé dauður?

  3. Ég gerði þau hræðilegu mistök að horfa á Silfur Egils fyrr í dag. Ég hélt að þátturinn myndi létta mína lund.

    Gísli kostaði mig 5 kíló af gubbulaði til viðbótar, kann ég honum bestu þakkir fyrir. Ég fer að verða balletmjór og hvað er betra en að vera mjór, ekki neitt.

    mjór = hamingja

  4. Já þessi færsla þín sýnir að þú ert nú enn ekki hrokkinn upp af, svo þú getur tekið gleði þína aftur og horft á nokkur silfur og lesið moggablogg það sem efir er.

Comments are closed.