Phobia

Fólk sem þjáist af ótta/fælni gagnvart löngum orðum í rituðu máli eru greindir með
hippopotomonstrosesquippedaliophobia. Ég er þakklátur fyrir að búið sé að skilgreina þennan vanda sem hefur valdið svo ótal mörgum ábúendum þessarar jarðar óhamingju og viðurstyggð. Hefði ég vitað þetta á þeim tíma sem ég sótti barnaskóla í viðbjóðslegum Kópavoginum þá hefði ég getað gert betur grein fyrir mér og líf mitt væri jafnvel rósum prýtt í dag. En því er sko aldeilis ekki að heilsa. Á hverjum degi verð ég að vakna fyrir klukkan 9. Það eitt og sér er að mínu mati glæpsamlegt og ætti að hengja og skjóta þann helvítis þrjót sem var svona uppátækjasamur og skapandi. Ekki er öll sagan sögð þar með, því ég neyðist líka til að fara framúr og hafa mig til. Að því búnu þarf ég að gjöra svo vel og mæta í vinnuna mína. Hvar fór ég út af leið spyr ég? Hvað var það eiginlega sem ég gerði til að verðskulda þetta?

4 thoughts on “Phobia”

  1. að tíunda allt það sem þú hefur gert til að verðskulda þetta hlutskipti væri sennilega of mikil langloka til að nokkur nennti að lesa.

    aftur á móti virðist þetta vera eitthvað landlægt og tel ég líklegast að við séum í einhversskonar fangabúðum fyrir misyndismenn, og einmitt þetta að þurfa að gera alla þessa viðurstyggilegu hluti einungis hluti af refsingunni.

    en vittu til áður en langt um líður deyjum við og þá verður allt æðinslegt á nýjan leik:D

  2. Ég var stödd í húsinu sem þú vinnur í í dag. En ég var sett í að títa föt fyrir systurina í stað þess að heimsækja þig. Lofa að líta við næst.

Comments are closed.