Skoðanafestublogg

Ég gæti tekið mig til og gert mér upp einhverja skoðun á málefnum líðandi stunda, en það yrði klaufalegt af minni hálfu vegna þess að ég kæri mig orðið kollóttan um flest þeirra málefna sem allir elska að fá tremma yfir, þar fyrir utan veit ég í hjarta mínu að þessum málefnum er gerð góð skil bæði á moggablogginu og á barnalandinu. Ég halla mér því aftur alveg ugglaus, vitandi að ég er í góðum höndum.

Það elska allir að hafa skoðanir. Skoðanafesta er týnd til sem ein af dyggðum íslendinga. Frá mínum bæjardyrum séð er skoðanafesta ullaskítabjakk íslensks samfélags. Þeir hinsvegar, sem hafa hæfileika til að taka annan pól í hæðina og skipta um skoðun, eru manneskjur sem að mínu mati uppskera gleði og hamingju.

Því í andskotanum er ég að skrifa hér um skoðanafestu? Ég geri mér enga grein fyrir því. Hvar eru mölkúlurnar mínar? Hver tók þær?

4 thoughts on “Skoðanafestublogg”

  1. Mér finnst nú reyndar nóg um skoðanir fólks og finnst að það ætti að vera svona buy-nothing-day fyrir skoðanir; no-opinion day.

    Það er amk. mín skoðun…

  2. Skoðanir eru tappar til að geyma í rassi fólks með alvarlega steinsmugu.
    Flestir þurfa þess vegna einhvern tímann a.m.k. eina og er það mín tilgáta að þess vegna hafi þeim verið svona frjálslega dreift á lýðinn. Eru allir kandidatar í svo skelfilega skyndi-steinsmugu.

    Eitt af því sem að hins vegar gleður mig á moggablogginu (sem hér inni er jafnan skilgreint sem forgarður helvítis eða eitthvað þaðan af verra), er hversu hratt og örugglega þessir mega geðsjúklingar þar skipta um skoðun. Þeim munar ekkert, nei ekkert um það að taka einhvern af mannorðslífi gjörsamlega í stórum hópum og segja svo bara: “úps, nú hljóp ég á mig. Þetta er bara ágætis náungi eftir allt saman. Þið “hin” ættuð að skammast ykkar fyrir ömurlegar skoðanir ykkar”.

    Já, þeim er ekki fisjað saman þessum yndælis bloggurum. Spurningin er hvort að þetta hafi ekki neikvæð áhrif á verkalýðshreyfinguna? Ég hef áhyggjur af því, verð að segja það….

  3. Opinions are like assholes, everybody has got one, er frasi sem að góður maður sagði mér frá einu sinni. En skoðanir geta stundum verið skemmtilegar,og fræðandi, þannig að ekki hætta að hafa skoðanir Hr. Sigurður.

Comments are closed.