soma

Einu sinni sem oftar varð mér það á að reyna fyrir mér í mannlegum samskiptum. Þolandinn að þessu sinni var alveg ágætis kona sem vinnur á bókasafninu. Ég hitti hana fyrir í hádeginu og tók upp létt hjal við hana. Einhverra hluta vegna barst hjalið að auglýsingum umferðarstofu og ég gat ekki á mér setið og sagði blessaðri konunni að þetta væru frá mínum bæjardyrum séð alveg bráðfyndnar auglýsingar. Ég lét mér ekki nægja að viðra þessa skoðun mína heldur lýsti ég því á myndrænan hátt þegar fulli frændinn kastar krakkanum út í vegg eftir að hafa sveiflað honum hring eftir hring. Að því búnu hló ég hysterískum hlátri og titraði af ánægju.
Það er skemmst frá því að segja að þessi blessaða kona hefur ekki á mig yrt síðan.

Cursive og Yeah, Yeah, Yeahs er tónlist sem ég mæli sérstaklega með. Einnig vill ég benda á útvarpsstöðina SomaFM sem er starfrækt í kjallara í California. Stöðin skiptist í 7 rásir. Hún er rekin að öllu með frjálsum framlögum og spilar alls ekki commercial, main-stream viðbjóð.

4 thoughts on “soma”

  1. memphiS eR fulL aF bokasofnuM svO eR sudurrikjA hreimurinN likA einstaklegA falleguR i talandA kvennA, ekkI nokkuR leiD aD skiptA skapI i naerverU theirrA. hvenaeR a aD breggdA sjeR yfiR laeK oG skodA ferlikiD meistarA bloM?

  2. Ooooo ég hélt að þetta væri dulmál – en þá er það það ekki.

    Ég myndi ráða af þessari sögu að konan sé leynilega ástfangin af þér en þori ekki að segja þér það. Það er augljóst. Hefur ekkert með þessar auglýsingar að gera eða viðbrögð þín við þeim.

  3. Það búa ekki allir svo vel að vera með ótakmarkað endurgjaldslaust niðurhal og geta þar af leiðandi legið í kanaútvarpi….

Comments are closed.