Stríðstímar

Mér er órótt yfir fréttum síðustu daga. Ég held að ástandið sé mun verra en ráðamenn þjóðarinnar láta í veðri vaka. Það að við höfum ákveðið að standa ekki við skuldbindingar Landsbankans í Bretlandi rennir stoðum undir þann grun minn. Svona gera menn bara á stríðstímum. Það svíkur engin þjóð veldi af þessari stærðargráðu, nema á stríðstímum. Og eiginlega ekki, því á stríðstímum snúa bandalagsþjóðir bökum saman.

Það biður enginn ráðamaður neinnar þjóðar Guð um að blessa hana nema að hún sé í lífshættu. Það má taka alvöruna í torskildu ávarpi forsætisráðherra og margfalda hana með að minnst 10, enda honum uppálagt að kosta til öllu til að skríllinn missi sig ekki, þó hann þurfi að ljúga eða draga úr alvarleikanum.

Nú er ég svo barnalegur þegar ég hugsa um þessi mál, en ég furða mig á hvers vegna enginn fjölmiðlamaður spyrji þá sem vita, ef þeir þá vita það, hvað við skuldum nákvæmlega og hvað við eigum.

Ráðamenn og þeir sem búa yfir einhverri alvöru vitneskju kappkosta að vera eins obskjúr og þeir mögulega geta. Er mögulegt að þessar hamfarir séu óviðráðanlegar og ekki hægt að tryggja neinum eitt né neitt.

8 thoughts on “Stríðstímar”

  1. hvað hlustaðirðu ekki á Dabba kóng hughreista þjóðina í gær, hann bað engan helvítis guð um að blessa einn eða neinn enda slíkur aðili ekki til skv neinum heimildum.

    Tjillaðu bara, fáðu þér flögur og njóttu þess að horfa á milljarðamæringana skæla, það er ekki svo oft sem það færi gefst!

  2. Milljarðamæringarnir eru flestir flúnir af landi brott, þannig að þú ert að maula flögur yfir harmleik hins almenna borgara. Verði þér að góðu.

  3. Siggi minn, ert þú skrilljónamæringur? Ég man eftir viðtali á CNN 87’þegar einnig vóru mikklar hrærigar á mörkuðum og einn snilli-fréttamannanna fór á indíána verndar svæði til að sjá hvernig sveiflur í fjármála heiminum væri að fara hryllilega með aumíngjana. Sá sem rætt var við svaraði með fyrirlittningu “við áttum ekkert fyrir hrunið og töpuðum því engu, við erum jafn nauðþurfta og áður og höldum áfram að komast af án velsemdarinnar”. Ég vona bara að Flugleiðir fari ekki á hausinn, ég er búinn að kaupa miða fyrir áramótin.

  4. Ég er bara borgari. Ekki einu sinni ostborgari. Bara borgari.

  5. Það er harmleikur í gangi allt í kringum okkur en af því að þú ert ekki að upplifa hann á eigin skinni er þetta ekkert vesen Pjetur minn. Þér til upplýsingar er það sem mig grunar að Siggi sé að upplifa er samkennd með hinum sálunum sem hann deilir þessari eyju með, flettu því upp í orðabók ef þú skilur það ekki.

  6. Hver er þessi Addó að níða af mér skónna hérna á opinberum vettvangi?
    Er þetta maske einn af boðberum sannleikans og trúfastur lærisveinn Ésú Krossláfs?

    Mér finnst svona aðför að integrití mínu ekki bera vott um fallegt innræti:/

Comments are closed.