Svíþjóð er hot hot hot

Yfir í aðra sálma.

Svíþjóð hefur í mínum huga verið ein af ömurlegri staðsetningum á heimskortinu. En nú spyr ég sjálfan mig eitthvað á þessa leið: Eru Svíar fucking snillingar í músik og menningu? Ha? Um daginn sá ég sænska mynd sem fer á persónulegan lista yfir bestu myndir sem ég hef séð á árinu, hún heitir Låt den rätte komma in. Ekki nóg með það , heldur hef ég síðustu tvo mánuði ekki hlustað á mikið annað en sænsku gúmmilaðihljómsveitina The Knife. Og nú, mér til mikillar undrunar, koma Indie drengirnir Pétur, Björn og Jón með nýjan smell: Nothing To Worry About. Ég sem var sannfærður um að blísturlag þeirra Young Folks, sem má finna hér í skemmtilegri Blue Grass útgáfu, yrði þeirra eini hittari.

Sumarsmellur fyrir þunglynda Íslendinga sem misst hafa alla lífslöngun og vilja helst ekki fram úr á morgnana.

[media id=209 width=520 height=390]

Ef einhver getur bent mér á meira gúmmilaði frá Svíþjóð, yrði ég afskaplega þakklátur.

12 thoughts on “Svíþjóð er hot hot hot”

 1. Hvaða Svíðþjóðar kjaftæði er þetta. Ef einhverjir eru góðir í kvikmyndum þá eru það finnar. Hef séð nokkrar finnskar bíó og sjónvarpsmyndir og í öllum tilvikum gott stuff. Samt leiðinlegt að þurfa að lesa textann á meðan maður horfir á efnið.

 2. Sweden (all quiet on the eastern front) með Stranglers er ekki sænskt gúmmolaði, en um Sviþjóð og er gúmmolaði.

 3. Ég hef þó engan áhuga á að heimsækja Svíþjóð. Ég læt mér nægja ímyndunaraflið og menningarafurðirnar.

 4. Svíar eru snillingar í hljóðvinnslu og tónlistarsköpun, það verður seint af þeim tekið þó þeir séu ömurlegir…

 5. …að ógleymdri þeirri staðreynd að allir Svíar pissa sitjandi

 6. Ég hélt að Hetjan væri tiltölulega ungur – því kemur mér á óvart að honum skuli hafa gefist tími til að gera marktæka vettvangskönnun á þvaglátsstellingum 8 000 000 manna þjóð.

  En varðandi Svíana – þá eru þeir flinkir í að semja skáldsögur, tónlist og bíómyndir – en sjálfsagt þykir okkur Íslendingum þeir vera leiðinlegir vegna þess að þeir kjósa yfirleitt að hafa vaðið fyrir neðan sig.

 7. “Tilsammans”, langbesta kvikmynd Lukas Moodyson og ‘The Definite Article’ um hippakommúnur. Sammála með Knife, eitt af fingrum-annarar-handar elektróböndum sem ég fíla.

  Er annars sammála Spritta, finnarnir skilja svía eftir í rykinu með, tja, velflest…

Comments are closed.