toxicity

Morgunmaturinn þennan morguninn samanstóð af stökkbreyttu nautabuffi steiktu upp úr svínafitu. Eggjahræringur búinn til úr eggjum, úr hænum sem éta sínar eigin hægðir í bland við verksmiðjuframleidda loðnu. Brauð ristað í djúpsteikingarpotti. Lak af því kopparfeitin. Efna- og litarbætt sulta. Erfðabreyttur appelsínudjús. Eftir fyrstu tvo bitana fann ég hvernig slæmskan dældist út í blóðið. Þá hefðið verið eðlilegt að láta staðar numið, en það gerði ég sko ekki. Ég hámaði þessa viðurstyggð í mig og hlustaði á uppáhaldskantrí lagið mitt, spilað í dæmigerðum glymskratta. Það tók mig án efa 8 klst að jafna mig eftir þessa máltíð. Hún var á leiðinni upp úr mér bróðurpart dagsins. Þetta er morgunmatur sem ég kem aldrei til með að gleyma.

4 thoughts on “toxicity”

  1. Mikið er gott að þú ert hættur þessum heilsu/hugleiðslu/nýaldar hommúnisma ! Nú ertu orðinn alvöru karlmaður. Eina sem vantaði í þennan morgunverð var Jack Daniels og lúkufylli af Valium. Lifi Bush ! Kill’em all… Let God sort’em out !

  2. Yummy!!! you and Runar look cooler than thelma and louise… there’s that edge of the us of A and the movies.
    il futuro?
    yes yes I am in the future, just stick around and you will see 🙂
    trallali la lae

  3. Ég get ekki annað en öfundað þig af veðurfarslegum forréttindum þeim, er þú nýtur tímabundið, meðan þú klórar þér í óæðri endanum þarna megin við pollinn. En ég hugga mig við að fall þitt verður hátt á miðvikudaginn, þá er þú lendir hér í hinni árlegu vorsýningu á slabbi liðins vetrar. Þá mun verða grátur og gnístran tanna hjá þeim, er spókað hafa sig praktuglega á sólríkum leynistöðum forréttinda sinna. Þá munum vér, armir þrælarnir, er skolfið höfum á 32 riðum okkur til hita síðan sögur hófust, án afláts og án miskunnar, verða fyrstir í biðröðinni sem lofað er á helgri bók, að snúið verði á rönguna þegar upp rennur efsti dagur.

    P.s.: Þykir mönnum viðeigandi að hafa dómsdag á miðvikudaginn kemur?

Comments are closed.