Trabant

Ég hef vitað af þeim og jafnvel séð plötuumslagið þeirra, en ég hef hvorki heyrt í þeim, hvað þá séð þá standa á sviði fyrr. Þar sem ég stóð út í sal í laugardagshöllinni, í boði krúsídúllunnar Fóstradamusar, spiluðu þeir músik ásamt hljómsveitum á borð við Echo And The Bunnymen, Benni Hemm Hemm, Elbow og Badly Drawn Boy. Ég staldraði hinsvegar ekki við til að klára að horfa á Elbow né að sjá Badly Drawn Boy.
Meðlimir Trabant gersamlega áttu salinn. Þeir voru ekkert minna en framúrskarandi. Sviðsframkoma og kímnigáfa þessara manna er alveg sérstaklega vel lukkuð. Allir meðlimir hljómsveitarinnar voru eins uppáklæddir í eitthvað sem ég kann ekki að nefna. Þegar á leið, týndu þeir fötum öllum nærstöddum til einstakrar gleði. Þeir skreyttu einnig sviðsframkomu sína með allskonar glingur sprengjum og fíneríi. Trabant voru einu orði sagt æðisgengilegir, eins og það kallast á fagmáli.

One thought on “Trabant”

  1. Badly Drawn Boy var frábær og DJ mossikkin hans Andy Rourke var afar skemmtileg.Þetta var upp til hópa fínt lið og bara oft gaman í vinnunni. Ég hvílist sáttur.

Comments are closed.