Tvídrangar

Þess ber að geta að í stað einnar tilvitnunar úr úrvalsmyndinni Donnie Darko(ein af betri myndum sem að ég hef séð það sem af er ári) hef ég sett upp 114 tilvitnanir úr sjónvarpsþáttaröðinni Tvídrangar. Þessar 114 tilvitnanir spanna pilot-inn og þátt 1-29(finale). Hvað Tvídranga varðar, þá skilst mér að það sé hægt að vera þartilgert Tvídrangafrík í henni Ameríku, og veit ég fyrir víst að ég væri þannig frík ef ég væri búsettur þar. Ég held að ég hafi séð hvern þátt á sínum tíma allt að 30 sinnum(25% af þeim skiptum var ég með meðvitund.) Ef að ég ætti að klæða mig upp sem Tvídrangapersóna þá yrði ég klæddur sem Dr. Jacobi eða sem Major Briggs, einnig kæmi til greina að klæðast sem konan með lurkinn. Ég á ekkert sérstaklega von á því að nokkur af þessum aumu sálum sem hér inn slæðast átti sig á hvað í rassgatinu ég er að tala um, en ég hef ekki fyrirhitt annað eins frík og mig hvað þetta varðar síðan ég hitti Óttar Bjarnason síðast, en hann lá yfir þessu með mér meðvitundarlaus í kofaskrípinu sunnan og norðan við skítalæk. Meira um Tvídranga síðar.

Ég verð að segja að enn einu sinni hefur andfélagsmanninum tekist ákaflega vel til með sína umfjöllun um Leoncie og ógæfubesefann hann Sigurjón Kjartansson. Ég ætla að vona að Sigurjón Kjartansson hljóti ekki ólík örlög og Leo Johnson í fyrrgreindri seríu og Leoncie verði borin út úr landi á súlfat drullugu silfurfati.

Vísitöluhátiðarmánuðurinn er genginn í garð og vísitölukrypplingar fara á kreik. Þetta er einnig vertíð sjálfsmorða og andstyggilegra fjölskylduuppákoma þar sem að fólk neyðist til að vera eins prúðbúið og auðið er. Drykkja og faraldur morða og taugaáfalla ríður landanum að fullu og þeir sem að lifa þetta af hengja sig þegar þeir fá kreditkortareikninginn á þessháttar kredirkortareikningsdegi í janúarmánuði. Fólk sem að öllu jöfnu hatast og þolir illa hvort annað kemur saman, étur hangikjet og drekkur sóðalíkjöra(nema þeir sem að eru orðnir leiðinlega edrú.) Ég satt best að segja var að vonast til að vera erlendis í góðu yfirlæti hjá gyðingafjölskyldu í Fíladelfíu(gyðingar halda ekki jól) en vegna bágborins atvinnuástands neyðist ég til að hanga hér og taka þátt í þessu árlega þjóðarmorði.

One thought on “Tvídrangar”

  1. þetta er ein besta grein sem ég hef lesið því að ég er svona frík, frábært að fleiri eru til sem skilja hvað þetta er. ég myndi klæðast sem Audrey eða konan með lurkinn. gleðilegt nýtt ár!

Comments are closed.