Tvífarar vikunnar

Tvífarar vikunnar eru að þessu sinni Georg Bjarnfreðarson og Séra Geir Waage.

Hvað kemur þessum svokallaða erindreka guðs við í hvaða op typpaling er stungið, eða hvort typpalingur sé í aðalhlutverki þegar fólk lyftir sér á kreik. Þjóðkirkjan ríður þegnum sínum í rass, enda töluvert síðan að ég sagði mig úr þessari hápólitísku stofnun, hlaðin forpokruðum köllum sem hafa það gott á kostnað grunlausra skattgreiðanda. Hver er tildæmis munurinn á skoðunum Þjóðkirkjunnar á samkynhneigðum og skoðunum Gunnars í Krossinum? Eru miklar líkur á að Geir Waage fái sérstaka heiðursorðu, þegar hann mætir skapara sínum, fyrir hetjulega baráttu sína gegn hommum og lesbíum. Er það kannski tilgangurinn með þessu lífi, að leggja sig í líma við að vera eins samansaumaður og forpokraður og maður mögulega getur.

6 thoughts on “Tvífarar vikunnar”

  1. Þetta er hagstæður samanburður fyrir Gnarr, sem alla jafna er hvorki smáfríður né góðlegur…

    En að óhnepptum hnappi þ.e. IP-tölunni minni…er þð til marks um hverflyndi mitt að hún virðist sífellt breytast?

    Mér líður eins og ég sé föst upp að úlnlið í konfektpoka, ég finn áferðina og munnvatnskirtlarnir strita…

  2. Eitt af því fáa sem upp úr stendur af veru minni í Reykholti (amk. hvað varða skólagönguna þar) er tími hjá Sr. Geir í því að búa til mat úr mjólk.

    Kann ég honum miklar þakkir fyrir æ síðan

  3. Þess má geta að skv. Jóni Gnarr í útvarpsþætti, kallaði Geir Waage, þá grunnskólakennari í Digranesskóla, alltaf stúlkurnar í bekknum, “píkurnar sínar”. Topp náungi þessi Geir Waage!

Comments are closed.