videodrome

Í þau örfáu skipti sem að undirritaður hefur verið við kvenmann kenndur hafa munnleg samskipti verið iðkuð. Ég á þá við samskipti af þeim toga sem framkvæmd eru með því að annar aðilinn hvetur til aukinna kynna með því að opna fyrir einhverja umræðu. Umræðan þarf í raun og veru ekki að vera hástemmd eða vísindaleg að neinu leiti. Viðfangsefnið gæti verið svo til hvað sem er, svona svo lengi sem að annar aðilinn kemur ekki út þannig að honum finnist hann vera feitari eftir umræðuna heldur en fyrir hana. Það er þó hægt að koma í veg fyrir það að maður þurfi nokkurn tímann að kynnast maka sínum eða kærustu, til þess var sjónvarpið fundið upp. Hvers vegna kemur mér þetta í hug á þessari líka örlagastundu. Það er kannski vegna þess að mér er það í fersku minni hversu skelfileg þessi samskipti geta verið.
Ég er þessvegna uppfullur af einlægu þakklæti yfir því að í nútímanum er hægt að skunda sér út í videoleigu og ná sér í eina vídeóspólu sem að bregst ekki hlutverki sínu að viðhalda kærleiksríku og lostafullu sambandi. Guð sé oss næstur ef að fólk færi í raun og veru að kynnast hvoru öðru, það væri hrein hörmung.
Þetta minnir mig svo einnig á að einu sinni setti ég inn auglýsingu á einkamal.is þar sem ég auglýsti eftir þroskaðri konu sem hefði séð “Angel Heart” minnst 30 sinnum. Ég fékk nú ekki mikil viðbrögð við þeirri auglýsingu, ég kannski ekki þótt nógu “Jóhannes á fóðurbílnum hress” eða ekki nógu mikil “Sigtún auglýsing týpa.”

4 thoughts on “videodrome”

  1. Ég veit ekki hversu oft ég hef staðið út á vídeóleigu með svokölluðum kærustum með tárin í augunum að rífast um hvaða mynd á að taka.

  2. Ég hefði umsvifalaust sent þér skilaboð ef ég hefði séð auglýsinguna, þó svo ég hafi ekki séð umrædda mynd nema kannski 10-15 sinnum!

  3. …en stóra spurningin er náttulega samt þessi með Jóa á fóðurbílnum….var hann í alvörunni svona glaður hamingjusamur og frjáls…..eða var hann bara útúrpoppaður trukkadræver að óverdósa á herbalæfinu?

Comments are closed.