ísitvhav

Ég sá gullfallegan kvenmann í umferðarsultu fyrr í dag. Hún varð mín var og veifaði til mín. Ég roðnaði léttilega og veifaði til hennar á móti.
Ég gleymi því ekki, að einu sinni endur fyrir löngu sat ég til borðs með manni sem var nýorðinn hennar fyrrverandi. Hann var að segja okkur frá því sem á daga hans hafði drifið. Ég þóttist hafa áhuga á því sem hann var að segja, en það eina sem komst að í hausnum mínum prýðilega var að hann væri bölvaður kjáni að klúðra samskiptum sínum við þessa glæsilegu konu.

Ef aðstæður væru aðeins öðruvísi, þá stykki ég um borð í flugleiðavél og héldi út í heim. Mér leiðist Ísland alveg stjarnfræðilega þessa daganna. Ég nýt mín best í sól og sumari. Hvorugt er að finna hér.