Dauðataflið

[media id=32 width=520 height=436]

Árið 1991 var Twin Peaks vinsælasta þáttaröðin í sjónvarpi, Jón og Gulli voru með útvarpsþátt sem ég hataði, Kópavogshælið var ennþá til, sígarettur þóttu töff, Kaupþing hét Búnaðarbankinn og var banki niðursetninga, sjávarútvegur var stærsta tekjulindin og Hemmi Gunn þótti ótrúlega fyndinn.

Á þessu prýðilega ári tókum við okkur saman nokkrir framúrskarandi Kópavogsbúar og hófum tökur á stuttmynd, sem bar vinnuheitið: Dauðataflið. Söguþráð myndarinnar læt ég alveg vera að tíunda.

Eitt og annað varð til að myndin var aldrei kláruð, þó aðallega blómlegt félagslíf eins aðalleikarans. Stuttmyndin endaði svo að lokum í pappakassa í geymslu og hverfulleiki lífsins skipaði okkur félögunum hverjum í sína áttina.

Ekki alls fyrir löngu gerði ég mér sérstaka ferð í Kópavoginn til að hafa upp á þessum gúmmilaðikræsingum. Hef ég svo dundað mér við að splæsa þessu saman á eins kryptískan máta og mér mögulega var unnt.

Það þarf engan háskólamenntaðan til að sjá undir hvaða áhrifum myndin er. Einu atriðinu var þó stolið í kærleiksríku hjarta Kópavogsbæjar um hábjartan dag. Hvaða atriði er það?

Myndina prýða eftirfarandi listamenn:
Steinn Skaptason
Stefán Grímsson
Þorsteinn Óttar Bjarnason
Kalli( man ekki hvers son)
Sigurður Þorfinnur Einarsson

11 thoughts on “Dauðataflið”

  1. Þarna eru bara tannheilsulausir piltar að leika sér – hin myndin hefur þetta margumrædda og eftirsóknarverða “it”…

  2. Mikið er þetta stórkostlegt! Stebbi fer á kostum. Jahérna, ég fékk gæsahúð. Þvílík unun.

  3. Tvímælalaus leiksigur bæði hjá Stefáni og gaurnum sem leikur bílstjórann … einnig finnst mér merkilegt hvað það er hægt að gera skemmtilega hluti úr efni sem er kannski ekkert upp á allt of marka fiska með klippingu og tónlist.

  4. Þetta var nú yndælt, engin Lynch en yndælt.
    En stendur upp úr hjá mér hvað mér fannst ógeðslega kúl að sjá Segurð undir stýri á fullorðinsökutæki. Ógeðslega kúl.

    Sigurður venur minn með hár og hortugheit og hrikalegri grænni eldingu. Það er kúl

  5. …ég verð að játa að myndin vinnur á.
    Sá mig tilknúna að horfa aftur – sérstaklega eftir að hafa lesið að þarna gæti að líta þig sjálfan.
    Hefði ekki þekkt þig nema fyrir atbeina BbbJ.

    Þú hefur verið flottur og fermónaþrunginn á þessum árum. Í þessum orðum felst ekki áfellisdómur um að þú sért hallærislegur og gersneyddur kynþokka – öðru nær…

    Suma daga er sama hvað maður skrifar – það hljómar undarlega og mónólókískt…

  6. Afhverju ertu alltaf með myndavélina uppí fólki???

    Annars eru þetta flottar stuttmyndir, og ég tek undir það að hann Stebbi fer á kostum í seinni myndinni.

  7. Fyrstu sjö klippin eru bezt. Ágætlega vinklaðar tökur og intró sem lofar góðu. Síðan dettur botninn úr þessu.

  8. Sigurður fer á kostum í einni flottustu senu stuttmyndanna, og að sjálsögðu er hann eitthvað að rífa sig eins og fyrri daginn, flott stuttmynd 🙂 til hamingju með það.

  9. AlgjörlegaíeinuorðisagtFRÁBÆRT!
    Sigurður, hættu þessu helvíti tölvustússi og farðu að gera bíó – émeinaða! 😀

Comments are closed.