Dexter

David Licht heitir hann og hefur samið tónlist fyrir vörubílshlass af síðustu sortar Hollívúddrusli. Myndir eins og Thinner og Hellraiser IV prýða verk hans, en stefin úr þeim myndum festust mér ekki í minni, enda alveg sérstaklega slakar. En stefin sem Licht hefur samið fyrir sjónvarpsþættina Dexter eru eftirminnileg.

End Credit þemað er án efa uppáhaldið mitt. Mér finnst það fanga svo prýðilega þessa sykursætu angist sem er undirtónn í lífi Dexter.

[MEDIA=34]

Wink fylgir þar fast á eftir með englagóli, sem gefur manni þá tilfinningu að Dexter sé hér í erindagjörðum skapara himins og jarðar að vinna þjóðþrifaverk í þágu almannaheill.

[MEDIA=33]

4 thoughts on “Dexter”

  1. Frábært, það er magnað þegar maður spáir í því hvað svona músík sem ein og sér er harla ómerkileg vegur þungt í að skapa ákveðna stemmingu í kvikmyndum/sjónvarpsefni.

    Theme lagið í Bitter Moon kemur upp í hugann!

  2. Vá hvað það var gaman í gær! Þetta var klímax sólarhringsins að horfa á s2e3. Verst að þurfa að bíða í viku.

  3. Hæ, manst örugglega ekkert eftir mér eeeeen, ég les oft bloggid þitt og verð eiginlega að ryðjast hér inn og commenta um þetta theme.

    Haunting er orð sem mér finnst passa við það. Það er einhver tilfinning sem situr eftir í manni eftir að horfa á Dexter og þetta þema gerir ekkert nema hjálpa henni að magnast…

    Wink er mjög gott en hefur ekki sömu hugbreytandi áhrifin, allavega í mínu tilfelli.

Comments are closed.