Það vex eitt blóm fyrir sunnan skítalæk

[MEDIA=158]

Einhverjir vilja halda því fram að sólblóm vaxi ekki í náttúrunni hér á norðurslóðum – en það er mikill misskilningur. Myndbandið tók ég á kvöldgöngu fyrir sunnan skítalæk. Kannast einhver við húsið?

17 thoughts on “Það vex eitt blóm fyrir sunnan skítalæk”

  1. Þett er munaðarleysingjahælið sem ég ólst upp á. Amma mín var matráðskona þarna á æskuárum mínum. Það var létt starf og fljótunnið og hún hafði þvi nægan tíma til að segja mér og vistbörnunum sögur af hamingjunni sem blómstraði í hverju húsi í næstliggjandi bæ. Ég minnist þess að hafa átt erfitt með að sofna vegna ekkasoga og garnagauls sem oftar en ekki bárust frá svefnsalnum …

  2. Ekki er þetta Vinnuskólinn þar sem þið Sveinn Sverrir áttuð góðar stundir? Ef svo er þá er hann verr farinn en ég hélt nema þetta sé gömul mynd.

  3. þetta er fallegasta bygg á kh hæli, þar sem elli og brjánsi slógu í gegn með frábæru atriði.
    unnnur

  4. Húsið við Fífuhvammsveg er vel við haldið. Það hýsir ennþá Vinnuskólann, en er held ég leigt út á veturna. Ég hjóla þarna framhjá stundum. Þú ættir að sjá skítalækinn, hann hefur verið hreinsaður upp og nær Hafnarfjarðarveginum hefur verið reist við árbakkann garðhús í ammrískum stíl.

    Þetta er gamli berklaspítalinn á Kópavogshælissvæðinu. Annars er verið að rífa hús á þessu svæði. Deild 1 og 2 hafa verið jafnaðar við jörðu. Þetta hús held ég að sé friðað.

  5. Já, ég er með svokallað sólblómafetish. Sumir elska að setja á sig bleyju, ég skreyti mig og umhverfi mitt með sólblómum og kemst umsvifalaust í stuð.

  6. þetta er rétt hjá Unni… Önnöððð, önnnöððð…
    atriðin í Sódómu voru tekin upp akkúrat í þessu fína fína húsi sem er að grotna niður í boði Kópavogs.

  7. Ég sé núna aðég fór húsavillt. Ég hélt mig bera kennsl á sólblómið.

  8. Nei en góð ágiskun samt. Þetta er bara uppúr sjálfum mér, hugsanlega vísun í að “go south” þýðir stundum að villast eða hafa rangt fyrir sér. Ég tók þig full bókstaflega að fara suður fyrir læk. En Hitcher er klassísk mynd.

  9. Þú hefur trúlega verið á sprellanum, þú þarna sprellikarl, að taka myndbandið og trúlega gert nokkrar Müllersæfingar í leiðinni.

Comments are closed.