Blendnar tilfinningar

Alltaf þegar ég kemst í pappírsmoggann, blaða ég fullur af eftirvæntingu í gegnum minningagreinarnar til að athuga hvort ég finni þar ekki einhvern sem ég mögulega þekki. Ef ég svo þekki ekki neinn, sem er yfirleitt reglan, þá verð ég örlítið vonsvikinn og fýldur innan í mér. Þetta finnst mér skrítið, því samkvæmt forskrift ætti ég að finna til feginleika. Hvaðan ætli þessi afbrigðilegheit komi?

9 thoughts on “Blendnar tilfinningar”

 1. Þetta er þekkt heilkenni.

  Hef sjálf ekki lesið nema minningargreinarnar, í áþreifanlega blaðinu,til margra ára. Sé Mogginn í seilingarfjarlægð við kassaröðina kýs ég frekar að líta yfir minningargreinar og dánartilkynningar en að skoða litmyndir af fólki sem hefur ,,farið á skeljarnar´´ eins og nú er svo vinsælt að segja frá í fjölmiðlum.

  En minningagreinaáhuginn kom til vegna þess að ég lenti oftar en einu sinni í að biðja fyrir kveðjur til löngu látins fólks-
  sem á ekki við nema á miðilsfundum og þá í hina áttina.

  Ég útskýri þetta nánar undir fjögur augu/eyru.

 2. Þetta þarf ekki að vera merkilegra fyrirbæri en svo að þú sérst að komast af léttasta skeiði.
  Ég hef a.m.k ekki orðið var við nein ungmenni sem lesa minningargreinar af einhverju viti, þvert á móti virðist fólk á miðjum aldri hafa endalausan áhuga á þessu!

 3. Mér finnst ekkert einkennilegt að lesa minningargreinar, enda veflókurinn ekki um það.

 4. Nei nei en mér finnst það aftur á móti alveg stóreinkennilegt hvort sem þú vonar að einhver sem þú þekkir sé þar minnst eða ekki & kommentið mitt er um það:)!

Comments are closed.