Þarna glittir í nefið mitt

radhus_motmaeli.jpg Eins og sjá má glögglega á þessari mynd, lét ég ekki mitt eftir liggja í mótmælum dagsins. Ef vel er að gáð, má sjá í hringnum stóra fína nefið mitt, sem víðfrægt er hérlendis sem erlendis. Nefið hefur vakið athygli hvarvetna sem það hefur stungið sér niður. Mótmælin voru sérstaklega hressandi og úúú-aði ég og óóóó-aði, eins og fagmaður í ú-i og ó-i. Einnig klappaði ég saman höndum eins og vistmaður í dagsleyfi og hrópaði einstaka slagorð. Ég verð að viðurkenna að þeir sem með mér voru, voru ekki alveg að standa sig í ú-inu, það vantaði alla ruþma og melódíu í það.

7 thoughts on “Þarna glittir í nefið mitt”

  1. Miðað við umtalið sem mótmælin fá hjá síjarmandi moggabloggurum, sé ég einna mest eftir því að hafa ekki mætt með skyrbombur. Djöfuls tuð. Étið skít! Er ég svo ekki málefnalegur? Self righteous ruslfólk.

  2. af myndum að dæma sýnist mér þú og Spessi nokkur hafi verið einu mennirnir með viti þarna!

  3. Siggi minn, þú veist minn kæri að blog.is er samansafn fólk í gríðarlegri geðshræringu af einhverjum ástæðum. Hvort sem er með eða á móti.

    Þakka Guði fyrir það nánast daglega að til skuli vera svona gríðarlega innihaldsrík og lífgefandi blogdálkar sem þinn er.

Comments are closed.