Tikkun Olam

Ef einhver ofmetnast og fer að haga sér eins og snipparamenni, þá gerir Gvuð sér lítið fyrir, rífur út á sér typpalinginn og löðrungar þann með honum sem á í hlut. Ég hinsvegar trúi ekki á þennan Gvuð, sem talað er um í Biflíunni. Ef hann er til, þá er hann sjálfumglaður egótískur geðsjúklingur, sem einhver þarf nauðsynlega að sprauta niður og loka inni. Ég trúi þó statt og stöðugt á einhver óskilgreind lögmál, sem kalla má Karma, ef maður er þannig innstilltur. Ég trúi því að maður eigi að vera góður og láta gott af sér leiða. Að manni eigi að vera umhugað um breyta rétt. Og leitast við að laga það sem aflaga fer (Tikkun Olam). Ég vona þó að Gvuð biflíunnar – sé hann til – finni sig ekki knúinn til að löðrunga mig, fyrir ummæli mín í þessum veflók. Hvers vegna ég svo skrifaði þennan veflók, er mér hulin ráðgáta. Eitthvað í kosmósinu, kannski.

5 thoughts on “Tikkun Olam”

  1. Nei, Pétur, Tikkun Olam er úr Kabbalisma og er boð um að laga það sem farið hefur aflaga í heiminum eða að fullkomna heiminn. Þetta er þó billeg útskýring. Tikkun Olam er eitt af því fáa sem ég man úr Kabbalah, og þó ég kunni ekki fullnægjandi útskýringu á hugtakinu, þá fannst mér sjálfsagt að nota það til að slá um mig með og mögulega kannski að rugla Badda aðeins meira í rýminu.

    Það að Gvuð refsi fólki með ógeðinu á sér, er upp úr mér komið og er ég að hugsa um að stofna trúarhóp í kringum þessa hugmynd mína. Trúarhópurinn gæti tildæmis heitið HaHa Samtökin.

Comments are closed.