Þroskasaga Þórbergs

Ég hélt út fréttastraffið í fimm daga, réð svo ekki við mig og tók til við að fletta Fréttablaðinu. Þar var pistill um ritverk Péturs Gunnarssonar, sem unnið er upp úr dagbókum Þórbergs Þórðarsonar, sem hann hélt í tæp sextíu og fimm ár. Bókin endurspeglar samtíma Þórbergs, sem var líflegur, skreyttur menningu og ríku félagslífi. Ólíkt í dag, þar sem megnið af samskiptum fólks fara fram í gegnum skjótvirka skilaboðasendinn og feisbúkk. Að bregða sér í sunnudagsheimsókn sem ekki er fyrirfram ákveðin með temmilegum fyrirvara, er á okkar dögum áilitin árás á heimili og einkalíf.

Ég er þó ekkert endilega á því að heimur versnandi fer, en ég held þó að samskipti fólks séu ekki eins auðsótt og þau virðast hafa verið hér í árdaga.

Hvað sem því líður, þá hlakka ég til að lesa þessa bók. Þórbergur var svalur kall.

10 thoughts on “Þroskasaga Þórbergs”

  1. Gat verið að þú gætir ekki staðist að fletta baugstíðindunum!

    Ég er ekki frá því að ég væri til í að lesa þessa bók líka …..

  2. Þórbergur bjó skammt frá æskuheimili mínu n.t.t. við hliðina á Silla & Valda á Hringbrautinni. Þórbergur og Margrét settu svip á umhverfið og ekki síst hún þegar hún fór til að draga björg í bú. Sjálfsagt hefði hún verið greind með hina ýmsu persónuleikabresti s.s. mótþróaröskun á háu stigi í dag – en þá var slík greining með öllu óþekkt af alþýðu manna og fólki skipt í tvo flokka: Í fyrri flokkinn fóru þeir sem voru með s.k. réttu ráði(sem var politically correct). Í þeim síðari voru einstaklingar sem voru allt frá því að vera vanstilltir uppp í að berjast við stórvægilegar geðraskanir. Margrét fyllti seinni flokkinn.

    Ef ég læt einhvern tíma af þeim ósið að drita umframtilfinningum mínum á annarra manna síður, gæti ég vel hugsað mér að skrásetja bestu Möggusögurnar.

  3. Heyrðu bróðir, veistu að ættir Þórbergs og okkar renna saman fyrir ekki margt löngu. Það er ekki laust við að svipur sé með þessum myndarmönnum á forsíðu bloggsins þíns.

    þinn bróðir 😉

    Leitt með fréttabindindið, mér leist svo vel á það.

  4. Þórbergur virðist hafa verið frábær einstaklingur – svona í einu orði …

    Ég hef sjaldan helgið eins mikið og þegar ég var að lesa útlistun hans á stíl sem nemandi hans hafði einusinni skilað honum:

    “Lífið er þjáning” sagði meistari Buddha. Það er sambland af heimsku og þjáningu, segi ég. Volæði veraldarinnar er orðið mér byrði. Það verkar á mig eins og gamall stíll eins nemanda míns, sem átti að vera um stundvísi. Hann var svona: “þa got að vira stundvísi þa ljót að vera óstundvís nú ala jeg að berja á uðru, Atvenuleysi i bænum. þa mjug liteð um venu í bænum nuna, en vondi batnar það ef Trolararnir gita fareð út.”
    Bréf til Láru

  5. Ég heiti líka Margrét, ég er vel stillt, ég á mann eins og Þórberg, sem er samt ekki Þórbergur, en er maður eins og Þórbergur var.

  6. Já, ég sé núna klárlega svip með frú Sigríði og Þórbergi. Ekki leiðum að líkjast.

  7. Mikið væri það ógeðslegt Vaff ef þú, af öllum, værir svo með Þórberg uppstoppaðan í kústaskápnum og héldir því fram að þú værir stillt með fjaðurkúst og bros á vör. Ha?

  8. …úr hvaða afkima hugans spratt fiðraði kústurinn,nornin og skápurinn…og hvernig lokaðist Þórergur þar inni?

    Það er ekkert undarlegt þó þú sért í sífelldri siðferðilegri nauðvörn Sigurður!

    En að vinum þínum lauslega skoðuðum þá skil ég ekki af hverju þú ert sífellt að hvía, oja og jesúsa þig þegar við tölumst við.

  9. Flokksat þessi frásögn af stílnum ekki undir fordóma gagnvart lesblindum?…og ekki frítt við að manni detti athyglisbrestur í hug. Tíu litlir hvað?

    Þarna kemur berlega í ljós gamla viðhorfið til þeirra sem áttu við námsörðugleika að stríða – þeir voru náttúrlega ekkert annað en hálfvitar og lífeðlisfræðilegir vankantar óuppgötvuð vísindi.

    Mér þykir ekki erfitt að sjá skynsamlegt samhengi í frásögninni þó hún sé í belg og biðu.

    Þeir sem voru svo heppnir að fá vinnu urðu að gjöra svo vel að standa sig – því annars sultu þeir.

    Nærgætni var sennilega ekki einn af kostum Þórbergs…

Comments are closed.